Fernandes og De Bruyne til Sádí-Arabíu? - Salah fær nýjan samning - Calafiori til Arsenal
   fim 04. júlí 2024 16:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ingvar Kale í Hvíta riddarann (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Ingvar Þór Kale hefur fengið félagaskipti í Hvíta riddarann og samkvæmt heimildum Fótbolta.net mun hann spila einhverja leiki með liðinu í 3. deild.

Anton Teitur Ottesen hefur varið mark Hvíta í sumar en hann er á leið í háskólanám og hefur einnig glímt við meiðsli, spilaði tæpur í 2-2 jafnteflinu gegn ÍH í gær.

Ingvar er fertugur og spilaði síðast með Kórdrengjum í Lengjubikarnum snemma árs 2022. Þar á undan lék hann nokkra leiki með Úlfunum en sumarið 2019 lék hann síðasta heila tímabil, þá með Kórdrengjum.

Hann býr í Mosfellsbæ og er markvarðaþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Aftureldingu.

Ingvar lék á sínum tíma 151 leik í efstu deild og á ferlinum alls 428 KSÍ leiki og átta leiki fyrir yngri landsliðin. Hann varð Íslands- og bikarmeistari með Breiðabliki á sínum tíma og bikarmeistari með Val.
3. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Kári 10 7 2 1 34 - 16 +18 23
2.    Víðir 10 6 3 1 33 - 13 +20 21
3.    Árbær 10 6 2 2 23 - 18 +5 20
4.    Augnablik 10 6 0 4 25 - 16 +9 18
5.    Magni 10 4 3 3 12 - 13 -1 15
6.    KFK 10 5 0 5 21 - 24 -3 15
7.    Elliði 10 4 1 5 16 - 25 -9 13
8.    ÍH 10 3 2 5 25 - 29 -4 11
9.    Sindri 10 3 1 6 19 - 20 -1 10
10.    Vængir Júpiters 10 3 1 6 22 - 27 -5 10
11.    Hvíti riddarinn 10 3 1 6 14 - 26 -12 10
12.    KV 10 2 0 8 13 - 30 -17 6
Athugasemdir
banner
banner
banner