Joshua Zirkzee, VIctor Osimhen, Riccardo Calafiori, Conor Gallagher, Florian Wirtz og fleiri koma við sögu
   fös 05. júlí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Akkerið í vörn Tyrkja í tveggja leikja bann
Merih Demiral verður ekki með gegn Hollandi
Merih Demiral verður ekki með gegn Hollandi
Mynd: EPA
Varnarmaðurinn Merih Demiral hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann af UEFA vegna óviðeigandi fagns í 2-1 sigri Tyrklands á Austurríki í 16-liða úrslitum Evrópumótsins.

Demiral, sem hefur verið einn af bestu leikmönnum Tyrklands á mótinu, skoraði bæði mörkin í leiknum gegn Austurríki.

Hann fagnaði þeim með einhverskonar úlfafagni sem vísaði í hægri-öfgahópinn 'Gráu Úlfarnir'. Evrópusambandið hefur flokkað hópinn sem hryðjuverkasamtök og er hann bannaður í Austurríki.

Demiral reyndi að afsaka sig eftir leikinn en það þýddi lítið. UEFA hóf rannsókn og komst að þeirri niðurstöðu að dæma hann í tveggja leikja bann.

Þetta þýðir að hann verður ekki með gegn Hollandi í 8-liða úrslitum á morgun og myndi einnig missa af undanúrslitunum ef Tyrkland kemst áfram.

Svakalegt högg fyrir Tyrki sem gæti farið langleiðina með að kosta liðið sæti í 8-liða úrslitum. Mikilvægi hans fyrir liðið er slíkt.
Athugasemdir
banner
banner
banner