Joshua Zirkzee, VIctor Osimhen, Riccardo Calafiori, Conor Gallagher, Florian Wirtz og fleiri koma við sögu
   fös 05. júlí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Myndband: Fyrrum vonarstjarna Brasilíu með stórkostlegt mark
Félagarnir voru stórkostlegir saman í Santos
Félagarnir voru stórkostlegir saman í Santos
Mynd: Getty Images
Ganso og Neymar eru góðir vinir í dag
Ganso og Neymar eru góðir vinir í dag
Mynd: Getty Images
Ganso, leikmaður Fluminense í Brasilíu, skoraði stórbrotið mark í 1-1 jafntefli gegn Internacional í brasilísku deildinni í nótt, en það er oft talað um hann sem leikmanninn sem féll í skugga Neymars á tíma þeirra hjá Santos.

Árið 2010 voru þeir Ganso og Neymar efnilegustu leikmenn brasilíska boltans. Saman unnu þeir deildina þrjú ár í röð og unnu Copa Libertadores (Meistaradeild Suður-Ameríku).

Neymar var auðvitað sóknarmaður en Ganso lék sem leikstjórnandi fyrir aftan framherja eða á miðju.

Hann var ekki talinn neitt síðri en Neymar og sagði meðal annars fyrrum heimsmeistarinn og goðsögn brasilíska landsliðsins, Socrates, að Ganso væri besti leikmaður sinnar kynslóðar.

Neymar öðlaðist frægð og frama út um allan heim. Spilaði í einu besta Barcelona-liði sögunnar og var keyptur til PSG fyrir metfé, en Ganso fékk ekki tækifærið í Evrópu fyrr en árið 2016, þegar hann var að ganga í gegnum lægð á ferlinum. Þá samdi hann við Sevilla en náði aldrei fyrri hæðum.

Síðan þá hafa meiðsli og annað komið í veg fyrir stórkostlegan feril en hann er nú hægt og rólega að finna sitt gamla form. Í dag er hann 34 ára og spilar með Fluminense í heimalandinu, en hann vann Copa Libertadores á síðasta ári og byrjar þá nýja tímabilið vel.

Ganso skoraði eitt af mörkum tímabilsins til þessa gegn Internacional í nótt með þrumufleyg af 35 metra færi, en markið má sjá hér fyrir neðan.

Brasilíumaðurinn náði ágætis snúning á boltann sem plataði markvörð Internacional og hafnaði boltinn í netinu. Gaman að sjá að Ganso er enn með þetta.

Hann og Neymar eiga enn í góðu sambandi. Ganso er guðfaðir sonar hans og nánast skrifað í skýin að þeir klári ferilinn saman hjá Santos á næstu árum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner