Joshua Zirkzee, VIctor Osimhen, Riccardo Calafiori, Conor Gallagher, Florian Wirtz og fleiri koma við sögu
   fim 04. júlí 2024 21:25
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeildin: Adam Árni hetjan í grannaslagnum - Þægilegt hjá ÍR gegn andlausu liði Aftureldingar
Lengjudeildin
Grindavík er komið upp í 4. sæti
Grindavík er komið upp í 4. sæti
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Bragi Karl BJarkason skoraði gegn Aftureldingu
Bragi Karl BJarkason skoraði gegn Aftureldingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þetta var ekki dagurinn hans Arnars Daða Jóhannessonar í marki Aftureldingar
Þetta var ekki dagurinn hans Arnars Daða Jóhannessonar í marki Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Adam Árni skoraði sigurmark Grindavíkur eftir að hafa komið inn af bekknum
Adam Árni skoraði sigurmark Grindavíkur eftir að hafa komið inn af bekknum
Mynd: EPA
Grindavík varð fyrsta liðið til að halda hreinu gegn Njarðvík er það hafði 1-0 sigur í 11. umferð Lengjudeildar karla á Rafholtsvellinum í kvöld. Á sama tíma vann ÍR þægilegan 3-0 sigur á Aftureldingu í Breiðholti.

Í Breiðholti voru það ÍR-ingar sem fögnuðu stigunum þremur með nokkuð sannfærandi frammistöðu gegn Aftureldingu.

Heimamenn voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og áttu í raun að skora þegar rúmur hálftími var liðinn er Bragi Karl Bjarkason kom einn í gegn á móti Arnari Daða Jóhannessyni í markinu, en Bragi setti boltann yfir markið. Ólíkt ÍR-ingnum.

Í síðari hálfleiknum varð þetta einstefna. ÍR-ingar voru nálægt því að komast yfir strax í byrjun er það kom langur bolti fram völlinn og yfir Arnar Daða, sem kom út á móti, en náði að bjarga þessu rétt fyrir horn.

Þrettán mínútum síðar komust heimamenn yfir eftir klaufaskap í Arnari. Renato Punyed átti fyrirgjöf inn í teiginn og í hendur Arnars, sem missti hann inn í markið.

ÍR-ingar hömruðu járnið meðan það var heitt. Bragi Karl bætti við öðru eftir hornspyrnu. Marc Macausland vann tvo skallabolta áður en Bragi mætti til að setja boltann í netið. Sjöunda mark hans í Lengjudeildinni. Sá hefur verið frábær síðustu tvö ár.

Þegar fimmtán mínútur voru eftir gat Arnór Gauti Ragnarsson komið Aftureldingu inn í leikinn en hann fór illa með góða stöðu og setti boltann framhjá. Andlaust og súrt hjá Mosfellingum í kvöld.

Dýrkeypt klúður því á 77. mínútu gerði Kristján Atli Marteinsson þriðja og síðasta mark ÍR-inga. Hann lét vaða fyrir utan teig og fór boltinn undir Arnar Daða í markinu. Erfiður dagur hjá honum og þá ákvað Kristján að fagna ekki af virðingu við sitt gamla félag.

Lokatölur 3-0 fyrir ÍR sem er komið upp í 5. sæti deildarinnar með 16 stig en Afturelding í 6. sæti með 14 stig þar sem Grindavík vann nauman 1-0 sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík á Rafholtsvellinum.

Njarðvíkingar voru með öll tök fyrstu mínúturnar. Aron Dagur Birnuson varði frá Dominik Radic úr þröngu færi og þá setti Oumar Diouck boltann í stöng aðeins tveimur mínútum síðar áður en Aron Dagur tók frákastið.

Grindvíkingar unnu sig betur inn í leikinn og áttu eitt ágætis færi er Kristófer Konráðs fékk boltann í teignum en skot hans beint á Aron Snær Friðriksson sem varði vel.

Aron Snær sá aftur við Kwame Quee í byrjun síðari hálfleiks en leikurinn róaðist töluvert eftir það.

Það dró ekki til tíðinda fyrr en á 83. mínútu er Adam Árni Róbertsson gerði sigurmark Grindvíkinga. Josip Krznaric átti aukaspyrnu sem fór af Dennis Nieblas og fyrir Adam sem var dauðafrír og var hann ekki í vandræðum með að klára færið og koma Grindvíkingum í forystu.

Sex mínútum eftir markið átti Kwame Quee að gulltryggja sigurinn er hann komst framhjá Aroni í markinu en setti boltann yfir markið. Sem betur fer fyrir Kwame þá kostaði þetta ekki liðið.

Lokatölur 1-0 fyrir Grindavík sem er annað liðið til að halda hreinu gegn Njarðvíkingum í sumar. Grindavík fer upp í 4. sæti með 16 stig en Njarðvíkingar í öðru sæti með 20 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Fjölnis.

Úrslit og markaskorarar:

Njarðvík 0 - 1 Grindavík
0-1 Adam Árni Róbertsson ('83 )
Lestu um leikinn

ÍR 3 - 0 Afturelding
1-0 Arnar Daði Jóhannesson ('59 , sjálfsmark)
2-0 Bragi Karl Bjarkason ('63 )
3-0 Kristján Atli Marteinsson ('77 )
Lestu um leikinn
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Fjölnir 11 7 3 1 21 - 12 +9 24
2.    Njarðvík 11 6 2 3 22 - 15 +7 20
3.    ÍBV 11 5 4 2 23 - 13 +10 19
4.    Grindavík 10 4 4 2 18 - 14 +4 16
5.    ÍR 11 4 4 3 16 - 17 -1 16
6.    Afturelding 11 4 2 5 16 - 22 -6 14
7.    Þór 10 3 4 3 16 - 16 0 13
8.    Þróttur R. 11 3 3 5 18 - 17 +1 12
9.    Keflavík 11 2 6 3 14 - 13 +1 12
10.    Leiknir R. 11 4 0 7 13 - 19 -6 12
11.    Grótta 11 2 4 5 17 - 26 -9 10
12.    Dalvík/Reynir 11 1 4 6 12 - 22 -10 7
Athugasemdir
banner
banner