Joshua Zirkzee, VIctor Osimhen, Riccardo Calafiori, Conor Gallagher, Florian Wirtz og fleiri koma við sögu
   fim 04. júlí 2024 20:58
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd í viðræðum við markvarðaþjálfara Ajax
Erik ten Hag ætlar að fylla þjálfarateymið af Hollendingum
Erik ten Hag ætlar að fylla þjálfarateymið af Hollendingum
Mynd: EPA
Manchester United er í viðræðum við Jelle ten Rouwelaar, markvarðaþjálfara Ajax í Hollandi, en þetta kemur fram í frétt VI.

Aðeins tveir mánuðir eru liðnir frá því að ten Rouwelaar tók við markvarðaþjálfun Ajax.

Erik ten Hag, stjóri United, ætlar að fá að minnsta kosti þrjá Hollendinga inn í þjálfaraliðið fyrir tímabilið en þeir Ruud van Nistelrooy og Rene Hake eru báðir að koma inn í þjálfarateymið.

Stjórinn vill einnig frá ten Rouwelaar sem kom til Ajax frá Burnley fyrir tveimur mánuðum.

VI segir að United sé í viðræðum við Ajax um markvarðaþjálfarann sem vill komast frá Hollandi, en hann hefur ekkert þjálfað hjá Ajax síðustu vikur vegna veikinda.

Samningur hans hjá Ajax gildir út 2025 og er hann sjálfur að pressa á Ajax að samþykkja tilboð United.

ten Rouwelaar þjálfaði áður hjá Anderlecht, NAC Breda og U20 ára landsliði Hollands.
Athugasemdir
banner
banner