Fernandes og De Bruyne til Sádí-Arabíu? - Salah fær nýjan samning - Calafiori til Arsenal
banner
   fim 04. júlí 2024 14:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Neymar er vanmetnasti fótboltamaður sögunnar"
Neymar.
Neymar.
Mynd: EPA
Bukayo Saka, kantmaður Arsenal og enska landsliðsins, segir að það eigi að tala meira um Neymar og það sem hann hefur gert í fótboltanum.

Neymar, sem er 32 ára, er í dag á mála hjá Al-Hilal í Sádi-Arabíu en hann lék áður með Barcelona og PSG. Hann hefur þá verið ótrúlegur þjónn fyrir Brasilíu og er markahæstur í sögu þess merka landsliðs.

Neymar var ótrúlega efnilegur þegar hann var yngri og er umræða um það hvort hann hafi staðist þær væntingar sem gerðar voru til hans þegar hann var að koma upp sem táningur. Saka hefur gríðarlegt álit á Neymar og segir hann þann vanmetnasta.

„Neymar er vanmetnasti fótboltamaður sögunnar," gekk Saka svo langt að segja.

„Fólk talar um hann, en það á tala meira um Neymar. Hann á skilið meiri virðingu en hann fær. Þannig líður mér."
Athugasemdir
banner
banner