Joshua Zirkzee, VIctor Osimhen, Riccardo Calafiori, Conor Gallagher, Florian Wirtz og fleiri koma við sögu
   fös 05. júlí 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
EM um helgina - Tveir stórslagir í 8-liða úrslitum
Cristiano Ronaldo og Kylian Mbappem mætast líklega í síðasta sinn
Cristiano Ronaldo og Kylian Mbappem mætast líklega í síðasta sinn
Mynd: Getty Images
Spánverjar spila við Þjóðverja
Spánverjar spila við Þjóðverja
Mynd: EPA
8-liða úrslit Evrópumótsins í Þýskalandi fara fram um helgina en spilað er í kvöld og á morgun.

Tveir stærstu leikirnir í 8-liða úrslitunum eru spilaðir í kvöld. Spánn, sem hefur verið eitt skemmtilegasta lið mótsins til þessa, mætir gestgjöfum Þýskalands á MHP-leikvanginum í Stuttgart klukkan 16:00.

Klukkan 19:00 mætast þá Portúgal og Frakkland í hinum stórleik dagsins. Cristiano Ronaldo gegn Kylian Mbappe, í síðasta Evrópumóti Ronaldo á ferlinum. Leikurinn fer fram á Volkparksleikvanginum í Hamburg.

Á morgun mætast England og Sviss klukkan 16:00. Englendingar verið hrikalega ósannfærandi á þessu móti en einhvern veginn mjakað sér áfram í keppninni. Það þarf eitthvað meira til að keyra yfir vel skipulagt lið Sviss. Leikurinn er spilaður á Merkur-Spiel leikvanginum í Düsseldorf.

Síðasti leikurinn í 8-liða úrslitum er leikur Hollands og Tyrklands en hann fer fram á Ólympíuleikvanginum í Berlín og hefst klukkan 19:00. Tyrkir hafa verið nokkuð flottir á mótinu á meðan Hollendingar virðast vera komnir í gang eftir að hafa gengið frá Rúmeníu, 3-0, í 16-liða úrslitum.

Leikir helgarinnar:

Föstudagur:
16:00 Spánn - Þýskaland
19:00 Portúgal - Frakkland

Laugardagur:
16:00 England - Sviss
19:00 Holland - Tyrkland
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner