Joshua Zirkzee, VIctor Osimhen, Riccardo Calafiori, Conor Gallagher, Florian Wirtz og fleiri koma við sögu
   fös 05. júlí 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Copa America um helgina - Brasilía mætir Úrúgvæ
Darwin Nunez hefur verið öflugur með Úrúgvæum
Darwin Nunez hefur verið öflugur með Úrúgvæum
Mynd: Getty Images
8-liða úrslitin í Copa America lýkur um helgina með þremur leikjum en Argentínumenn komu sér áfram með sigri á Ekvador í nótt.

Venesúela og Kanada mætast klukkan 01:00 í nótt. Kanada menn hafa ekki verið sannfærandi til þessa á meðan Venesúela vann alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni.

Á morgun mætast Kólumbía, eitt besta lið riðlakeppninnar, og Panama sem spilaði ágætis bolta og komst áfram í stað Bandaríkjanna.

Klukkan 01:00, aðfaranótt sunnudags, er stórleikur 8-liða úrslitana en þá eigast við Úrúgvæ og Brasilía.

Úrúgvæ hefur verið í góðu formi og þá hafa Brasilíumenn alveg gert ágætis hluti, en dómgæslan þó verið fremur undarleg í byrjun móts. Þetta verður hörkuleikur og ljóst að ein stórþjóð mun kveðja mótið þessa helgina.

Leikir helgarinnar:

Föstudagur (Aðfaranótt laugardags):
01:00 Venezuela - Kanada

Laugardagur:
22:00 Kólumbía - Panama
01:00 Úrúgvæ - Brasilía (Aðfaranótt sunnudags)
Athugasemdir
banner
banner
banner