Fernandes og De Bruyne til Sádí-Arabíu? - Salah fær nýjan samning - Calafiori til Arsenal
banner
   fim 04. júlí 2024 12:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
West Ham að landa sínu helsta skotmarki
Mynd: EPA
West Ham ætlar sér að landa Max Kilman, fyrirliða Wolves, í þessum glugga og er komið talsvert lengra með það markmið sitt eftir að Wolves samþykkti nýtt og betrumbætt tilboð í miðvörðinn.

Sky Sports greinir frá og er sagt að tilboðið sé um 40 milljónir punda. Newcastle hefur einnig reynt að fá Kilman í sínar raðir.

Julen Lopetegui, nýr stjóri West Ham, þekkir Kilman vel eftir að hafa þjálfað hann hjá Úlfunum á árum áður.

Kilman er efstur á óskalista West Ham en hann er 27 ára gamall og hefur leikið með Wolves nánast allan sinn feril. Hann hefur alls spilað 151 leik fyrir félagið og skorað í þeim þrjú mörk. Kilman er samningsbundinn Wolves fram á sumarið 2028
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner