Joshua Zirkzee, VIctor Osimhen, Riccardo Calafiori, Conor Gallagher, Florian Wirtz og fleiri koma við sögu
   fim 04. júlí 2024 23:39
Brynjar Ingi Erluson
Olise í læknisskoðun hjá Bayern á sunnudag
Mynd: Getty Images
Franski vængmaðurinn Michael Olise er við það að ganga í raðir Bayern München í Þýskalandi en búið er að bóka læknisskoðun fyrir hann á sunnudag.

Bayern hefur náð samkomulagi við Crystal Palace um kaupin á Olise en kaupverðið nemur um 50 milljónum punda.

Þýska félagið hafði betur gegn Chelsea og Manchester United í baráttunni, en Olise taldi þetta rétta skrefið og telur þetta gefa sér meiri möguleika á að komast í franska landsliðið.

Ekki er búið að skrifa undir neina pappíra en það verður væntanlega gert eftir læknisskoðun leikmannsins sem fer fram á sunnudag.

Ef allt gengur að óskum verður hann kynntur sem nýr leikmaður félagsins á mánudag.

Olise er 22 ára gamall og uppalinn á Englandi, en vegna fjölskyldutengsla gat hann valið að spila fyrir Frakkland. Hann hefur spilað fyrir U21 árs landsliðið og var meðal annars í liðinu sem tók þátt á Evrópumótinu á síðasta ári.
Athugasemdir
banner
banner