Joshua Zirkzee, VIctor Osimhen, Riccardo Calafiori, Conor Gallagher, Florian Wirtz og fleiri koma við sögu
Sigdís meyr eftir leik: Það voru tilfinningar í dag - Reyni að fela það
Pétur: Er orðinn svo gamall og ruglaður
Amanda á leiðinni út - „Líklega minn seinasti leikur fyrir Val í bili“
John mun sakna Sigdísar: Ég brotnaði næstum því niður
Venni talar um draum: Þeir voru háværir þó þeir voru fáir
Dragan alls ekki sáttur: Þetta er ekki gott
Haukur Páll: Eykur töluvert líkurnar að vinna leiki ef við höldum hreinu
Rúnar Páll: Óþarfi að gefa svona sterku liði eins og Val svona mörk
Adam Ægir: Mér hefur vantað þetta mark
Pálmi Rafn: Ef það var eitthvað sem klikkaði var það ég
Jökull Elísabetar: Ekki neinar áhyggjur, menn eru bara svekktir
Axel Óskar: Get lofað þér því við erum að reyna
Viktor Jóns: Þegar maður kemst á bragðið þá eykst sjálfstraustið
Jón Þór: Gríðarlega ánægðir hvernig hefur tekist til að setja þennan hóp saman
Ómar Ingi: Skammast mín fyrir þá hlið sem við sýndum af okkur
Best í Mjólkurbikarnum: Tvö sterkustu lið landsins mætast
Skoraði aftur úr langskoti með vinstri - „Ég var aldrei að fara að fagna"
Magnús Már: Bara gjörsamlega óboðlegt og óafsakanlegt
Árni Guðna eftir magnaðan sigur: Erum líka bara helvíti góðir
Halli Hróðmars: Kraftaverk að hann geti spilað fótbolta svona snemma - Á þetta mark þvílíkt skilið
banner
   fim 04. júlí 2024 23:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Breiðholti
Skoraði aftur úr langskoti með vinstri - „Ég var aldrei að fara að fagna"
Lengjudeildin
Kristján Atli Marteinsson.
Kristján Atli Marteinsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta er mjög ánægjulegt. Við vorum að spila á móti virkilega góðu liði. Við hittum á góðan dag, vorum þéttir varnarlega og mjög fljótir fram á við eins og við erum alltaf," sagði Kristján Atli Marteinsson, leikmaður ÍR, eftir 3-0 sigur gegn Aftureldingu í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍR 3 -  0 Afturelding

Kristján Atli gekk frá leiknum fyrir ÍR með þriðja markinu sem hann skoraði með vinstri fæti fyrir utan teig. Þetta er annað markið sem hann skorar með vinstri fæti fyrir utan teig í sumar, en hann er réttfættur.

„Þetta er gríðarleg heppni, ótrúlega mikil heppni á bak við þetta. Ég veit ekki hvernig ég fer að þessu, er alltaf jafn hissa," sagði Kristján léttur.

Hann fagnaði marki sínu ekki í kvöld þar sem hann var að skora gegn sínum gömlu félögum.

„Ég passaði mig að fagna ekki. Ég spilaði með Aftureldingu í mörg ár og mér þykir mjög vænt um Aftureldingu. Ég var aldrei að fara að fagna. En ef maður getur skorað og hjálpað liðinu, þá er það bara gaman."

„Ég á Aftureldingu mikið að þakka. Ég var aldrei að fara að fagna, bara aldrei."

Kristján Atli hefur leikið afar vel með ÍR í sumar en hann er á sínu fyrsta tímabili með félaginu.

„Við erum bara í núinu, það er langbest. Eftir að hafa verið í ÍR í svona viku í vetur, þá leið mér eins og ég væri búinn að vera hérna í tíu ár. Þetta er þvílíkt heimilislegt og gott félag. Ég er búinn að vera hérna í nokkra mánuði núna og mér líður eins og ég hafi verið hér í tíu ár. Þetta er svo yndislegt félag. Ég held að orðið 'heimilislegt' sé besta orðið fyrir ÍR," sagði Kristján Atli.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner