Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks, var í dag valinn í A-landsliðið í fyrsta sinn á felinum. Damir er 31 árs miðvörður og er elsti nýliðinn í landsliðshópnum.
Fótbolti.net ræddi við Arnar Þór Viðarsson í dag og forvitnaðist sérstaklega um valið á Damir.
Fótbolti.net ræddi við Arnar Þór Viðarsson í dag og forvitnaðist sérstaklega um valið á Damir.
Sjá einnig:
Janúarhópur Íslands - Tíu sem hafa ekki spilað landsleik
Arnar flýtir sér hægt í leit að aðstoðarmanni
Nokkur félög hleyptu ekki mönnum í verkefnið
Böddi og DKÓ komu til greina - Gott fyrir Davíð Snorra
„Við vitum að á undanförnum mánuðum hafa verið miklar breytingar á landsliðshópnum. Ég lærði það á haustmánuðunum að það er rosalega mikilvægt að blanda saman reynslu og efnilegum leikmönnum. Við erum með rosalega marga unga og efnilega leikmenn í þessum hópi. Við höfum átt í miklum meiðslum í hafsentastöðunni 2021, það voru hafsentar sem höfðu spilað mikið undanfarin ár sem voru meiddir eða eins og t.d. Kári Árnason sem er hættur."
„Pælingin á bakvið valið á Damir er einfaldlega sú að mér hefur fundist hann vera að yngjast með árunum, þegar ég hef horft á leiki undanfarin þrjú tímabil. Ég sé hann sem ákveðinn leiðtoga fyrir hina þrjá hafsentana sem eru ungir. Ari og Ísak Óli eru með einn landsleik og Finnur engan. Damir hefur svo sem ekki spilað landsleik en hann hefur mikla reynslu."
„Það var pælingin á bakvið Damir, ekki bara Damir - hann er í vörninni. Ingvar er reynslumikill markvörður og það er sama pæling með ákveðna leikmenn á miðjunni sem eru reynslumeiri en aðrir ungir leikmenn. Upp á topp erum við Jón Daða sem er með mikla reynslu. Pælingin var að vera með reynslu í öllum línum."
Skipti engu máli í hvaða félagsliðum menn spila
Átta leikmenn koma frá Íslandi, fjórir úr liði Víkings og fjórir úr liði Breiðabliks - toppliðin tvö á síðasta tímabili. Voru leikmenn úr öðrum félögum nálægt hópnum eða er einhver sérstök ástæða fyrir því að þessi tvö lið eru einu íslensku liðin með fulltrúa í liðinu?
„Finnur Tómas Pálmason er í KR, samningsbundinn Norrköping en var í KR á síðasta tímabili. Það voru að sjálfsögðu leikmenn nálægt þessu. Við þurftum að fá leyfi frá félögum erlendis til að fá leikmenn í þetta verkefni."
„Ég var með lista af leikmönnum, fjórir leikmenn í hverri stöðu og það getur ennþá breyst. Við vitum hvernig covid-staðan er í Evrópu og það getur þess vegna verið að hópurinn breytist. Ég er ennþá með leikmenn á „standby" og þeir leikmenn koma frá öðrum félögum á Íslandi. Það skipti engu máli í hvaða félagsliðum menn spila," sagði Arnar.
Athugasemdir