KR mun spila heimaleiki sína á AVIS-vellinum í Laugardalnum út maí að minnsta kosti.
Þetta hefur KSÍ staðfest en þar segir einnig að ÍBV muni spila næsta heimaleik sinn gegn Vestra á Þórsvelli.
Þetta hefur KSÍ staðfest en þar segir einnig að ÍBV muni spila næsta heimaleik sinn gegn Vestra á Þórsvelli.
Verið er að leggja gervigras á Meistaravelli en framkvæmdir hafa ekki gengið neitt sérlega vel hingað til. Eins og staðan er núna þá á fyrsti leikurinn á Meistaravöllum að vera 1. júní en það verður að koma í ljós síðar hvort það gangi upp.
ÍBV á samkvæmt plani núna að leika sinn fyrsta leik á Hásteinsvelli þann 18. maí gegn KA.
ÍBV er sem stendur í fjórða sæti Bestu deildarinnar og KR er í því fimmta.
Athugasemdir