Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   mið 05. júní 2024 23:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lukaku: Fer til Anderlecht fyrr en ykkur grunar
Mynd: EPA

Framtíð Romelu Lukaku er í mikilli óvissu en hann hefur yfirgefið Roma eftir að hafa verið á láni hjá félaginu frá Chelsea á síðustu leiktíð.


Belgíski framherjinn er líklega á förum frá Chelsea í sumar en óvíst er hver næsti áfangastaður hans er.

Hann var til viðtals hjá RTL Sports þar sem hann var spurður um framtíð sína en hann vildi lítið gefa upp. Hann talaði hins vegar um uppeldis félagið sitt, Anderlecht.

„Ég mun klárlega fara aftur þangað, mikið fyrr en ykkur grunar. Ég sakna móður minnar og barnanna minna. Ég yfirgaf landið þegar ég var 18 ára og ég mun snúa aftur," sagði Lukaku.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner