West Ham í viðræðum um Kante - Tottenham hefur áhuga á miðjumanni Man Utd - Fulham vill Andre
   mán 24. júní 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir gærkvöldsins: Xhaka og Sallai stigu upp
Xhaka hefur verið besti maður vallarins í tveimur af þremur leikjum Sviss á EM.
Xhaka hefur verið besti maður vallarins í tveimur af þremur leikjum Sviss á EM.
Mynd: EPA
Sallai í baráttu við Xhaka í fyrstu umferð riðlakeppninnar.
Sallai í baráttu við Xhaka í fyrstu umferð riðlakeppninnar.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Eurosport gaf leikmönnum einkunnir eftir leiki gærkvöldsins í Evrópumótinu, þar sem Þýskaland tryggði sér toppsæti A-riðils með jöfnunarmarki í uppbótartíma gegn Sviss.

Manuel Akanji, miðvörður Sviss og Manchester City, var valinn sem besti leikmaður leiksins hjá Eurosport en Granit Xhaka, miðjumaður Sviss og Bayer Leverkusen, var valinn bestur af tæknilegri nefnd UEFA.

Xhaka og Akanji fá báðir 8 í einkunnagjöf Eurosport og flestir samherjar þeirra fá 7 fyrir sinn þátt, á meðan þýsku landsliðsmennirnir fá langflestir 6 í einkunn.

Varamennirnir David Raum og Niclas Fullkrüg, sem gerðu jöfnunarmark Þjóðverja á 92. mínútu, eru þeir einu sem fá 7 í einkunn í liði heimamanna.

Þá var Rolland Sallai einkunnahæstur í sigri Ungverja gegn Skotum, með 8 í einkunn, og einnig valinn sem besti leikmaður vallarins af tæknilegri nefnd UEFA.

Tveir leikmenn í liði Skota fengu 7 í einkunn, þeir Angus Gunn og Grant Hanley, en Ché Adams var verstur á vellinum með 5 í einkunn.

Sviss: Sommer 7, Schar 7, Akanji 8, Rodriguez 7, Widmer 6, Xhaka 8, Freuler 7, Aebischer 7, Ndoye 7, Embolo 7, Rieder 7.
Varamenn: Vargas 6, Duah 6, Amdoni 6.

Þýskaland: Neuer 6, Kimmich 5, Rudiger 6, Tah 6, Mittelstadt 6, Andrich 6, Kroos 6, Musiala 6, Gundogan 6, Wirtz 6, Havertz 6.
Varamenn: Raum 7, Schlotterbeck 6, Beier 6, Sane 6, Fullkrug 7.Skotland: Gunn 7; Hendry 6, Hanley 7, McKenna 6; Ralston 6, Gilmour 6, McGregor 6, Robertson 6; McTominay 6, McGinn 6; Adams 5.
Varamenn: Armstrong 6, Shankland 6, McLean 6, Christie 6.

Ungverjaland: Gulacsi 6; Botka 7, Orban 6, Dardai 6; Bolla 6, Nagy 6, Schafer 7, Kerkez 6; Szoboszlai 7, Sallai 8; Varga 6.
Varamenn: Nagy 6, Szalai 6, Adam 6, Csoboth 8, Nagy 6
Athugasemdir
banner
banner
banner