Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
   mán 24. júní 2024 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Shaw byrjaður að æfa aftur á fullu
Luke Shaw.
Luke Shaw.
Mynd: Getty Images
Luke Shaw er byrjaður að æfa aftur á fullu með enska landsliðinu sem nú tekur þátt á EM í Þýskalandi.

Þessi 28 ára gamli vinstri bakvörður hefur verið frá vegna meiðsla síðan í febrúar.

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, tók þá ákvörðun að velja hann í enska hópinn fyrir EM en hann hefur verið að klára endurhæfingu sína síðustu daga.

Það var óttast á tímapunkti að Shaw þyrfti að yfirgefa hópinn og halda heim til Manchester, en svo verður ekki.

Kieran Trippier hefur spilað í vinstri bakverði fyrir England í fyrstu tveimur leikjunum á EM, en það verður frábært fyrir liðið að fá Shaw aftur.
Athugasemdir
banner
banner