West Ham í viðræðum um Kante - Tottenham hefur áhuga á miðjumanni Man Utd - Fulham vill Andre
   sun 23. júní 2024 19:36
Ívan Guðjón Baldursson
Maatsen búinn í læknisskoðun hjá Aston Villa
Mynd: EPA
Ian Maatsen verður nýr leikmaður Aston Villa á næstu dögum en hann er búinn að standast læknisskoðun hjá félaginu, samkvæmt heimildum Sky Sports.

Aston Villa er að kaupa Maatsen fyrir tæplega 40 milljónir punda, auk árangurstengdra aukagreiðslna en óljóst er hversu háar þær eru.

Maatsen er sókndjarfur vinstri bakvörður sem gerði frábæra hluti á láni hjá Borussia Dortmund á síðustu leiktíð. Þar áður var hann lykilmaður í liði Burnley sem vann Championship deildina en hann fékk lítið af tækifærum með aðalliði Chelsea.

Chelsea er á sama tíma að kaupa Omari Kellyman frá Aston Villa og mun borga um 19 milljónir punda fyrir. Kellyman er 18 ára gamall sóknartengiliður sem á leiki að baki fyrir U19 og U20 landslið Englands.
Athugasemdir
banner
banner