Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
banner
   sun 23. júní 2024 21:46
Elvar Geir Magnússon
Söng níðsöngva í gegnum gjallarhorn
Mirlind Daku með gjallarhornið.
Mirlind Daku með gjallarhornið.
Mynd: Getty Images
Albanski landsliðsmaðurinn Mirlind Daku hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann eftir að hafa leitt stuðningsmenn í þjóðernissöngva sem flokkast sem níðsöngvar.

Daku söng í gegnum gjallarhorn eftir 2-2 jafntefli Albaníu gegn Króatíu á EM. Hann baðst afsökunar í gegnum samfélagsmiðla en slapp ekki við refsingu þrátt fyrir það.

Fótboltasamband Norður-Makedóníu hefur farið fram á afsökunarbeiðni frá Daku.

UEFA hefur að auki sektað albanska fótboltasambandið um 25 þúsund evrur og segja að þessi skilaboð sem Daku hafi sungið eigi ekki heima á íþróttakappleik.

Albanska sambandið fékk að auki 22.500 evra sekt því stuðningsmenn hlupu inn á völlinn og kveikt var á blysum í stúkunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner