Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
   mán 24. júní 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Höfnuðu fyrsta tilboðinu í Tah
Jonathan Tah.
Jonathan Tah.
Mynd: Getty Images
Bayer Leverkusen hefur hafnað fyrsta formlega tilboði Bayern München í varnarmannninn Jonathan Tah.

Tah er þessa stundina að spila með Þýskalandi á EM en hann hefur þar myndað miðvarðapar þýska liðsins með Antonio Rudiger.

Fyrsta tilboðið hljóðaði upp á minna en 20 milljónir evra en Leverkusen hafnaði því. Þýsku meistararnir vilja fá nær 40 milljónum evra fyrir miðvörðinn.

Tah á bara eitt ár eftir af samningi sínum við Leverkusen og það setur félagið í erfiða stöðu; þeir vilja eflaust ekki missa hann frítt næsta sumar.

Samkvæmt Bild ætlar Leverkusen að standa í fæturnar með Tah og vill félagið helst ekki styrkja samkeppnisaðila sinn. Það verður því athyglisvert að sjá hvort Tah endi hjá Bayern eða ekki.
Athugasemdir
banner