Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   sun 23. júní 2024 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Nacho ekki til Al-Ittihad - Semur við Al-Qadsiah
Nacho spilaði 45 leiki á frábæru tímabili
Nacho spilaði 45 leiki á frábæru tímabili
Mynd: EPA
Nacho Fernández, fyrirliði Real Madrid, yfirgefur félagið í sumar eftir 23 ár í hvítu.

Nacho var á leið til sádi-arabíska stórliðsins Al-Ittihad en tókst ekki að semja við félagið um kaup og kjör. Þá nýttu nýliðarnir í liði Al-Qadsiah tækifærið til að bjóða Nacho viðunandi samning.

Nacho, sem er 34 ára gamall, gerir tveggja ára samning við Al-Qadsiah. Nýliðarnir hafa stór áform fyrir næstu leiktíð og hefur félagið verið orðað við ýmsar stjörnur úr evrópska boltanum.

Fabrizio Romano greinir frá því að Nacho er búinn að standast læknisskoðun hjá Al-Qadsiah og verður kynntur sem leikmaður félagsins á næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner