Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   mið 05. júní 2024 21:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vináttulandsleikir: Mbappe fór hamförum í sigri - Haaland skoraði þrennu
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Frakkland lék í kvöld næstsíðasta leik sinn fyrir EM en liðið hefur leik í Þýskalandi á Þjóðhátíðardag okkar Íslendinga 17. júní.


Frakkland tók á móti Lúxemborg í kvöld en Kylian Mbappe, nýjasti leikmaður Real Madrid var allt í öllu. Hann lagði upp fyrstu tvö mörkin á Randal Kolo Muani og Jonathan Clauss varnarmann Marseille.

Mbappe Innsiglaði síðan sigurinn með því að skora þriðja markið.

Danmörk er einnig á leið á EM en það var Norðurlandaslagur í kvöld þegar liðið mætti Svíþjóð. Hojbjerg kom Dönum yfir strax í upphafi leiks en Alexander Isak var ekki lengi að jafna metin. Það var síðan Christian Eriksen sem tryggði Dönum sigurinn.

Erling Haaland skoraði þrennu þegar Noregur vann Kósovó 3-0. Kevin De Bruyne og Leandro Trossard skoruðu mörk Belga í sigri á Svartfjallalandi.

Þá skoraði Mikel Oyarzabal, leikmaður Real Sociedad, þrennu þegar Spánn vann öruggan sigur á Andorra.

Slovakia 4 - 0 San Marino
1-0 Tomas Rigo ('8 )
2-0 Tomas Suslov ('10 )
3-0 Lukas Haraslin ('36 )
4-0 David Strelec ('58 )

Denmark 2 - 1 Sweden
1-0 Pierre-Emile Hojbjerg ('2 )
1-1 Alexander Isak ('9 )
2-1 Christian Eriksen ('86 )

Norway 3 - 0 Kosovo
1-0 Erling Haland ('15 )
2-0 Erling Haland ('70 )
3-0 Erling Haland ('75 )

Belgium 2 - 0 Montenegro
1-0 Kevin De Bruyne ('44 )
2-0 Leandro Trossard ('90 , víti)
Rautt spjald: Milos Brnovic, Montenegro ('88)

Spain 5 - 0 Andorra
1-0 Ayoze Perez ('24 )
2-0 Mikel Oyarzabal ('53 )
3-0 Mikel Oyarzabal ('66 )
4-0 Mikel Oyarzabal ('73 )
5-0 Ferran Torres ('81 )

France 3 - 0 Luxembourg
1-0 Randal Kolo Muani ('43 )
2-0 Jonathan Clauss ('70 )
3-0 Kylian Mbappe ('85 )


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner