Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   mið 05. júní 2024 23:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Zidane vill snúa aftur - „Pásan verið of löng"
Mynd: EPA

Zinedine Zidane vill snúa aftur í þjálfun en hann hefur verið fjarverandi undanfarin þrjú ár.


Zidane er 51 árs gamall en hann átti frábæran feril með Juventus og Real Madrid sem leikmaður á sínum tíma. Hann stýrði Real Madrid í tvígang, síðast frá 2019-2021 en hefur verið í fríi síðan hann hætti hjá spænska liðinu.

Hann viðurkennir að starfa sem stjóri taki á en hann vilji snúa aftur.

„Þrátt fyrir að þetta taki mikla orku frá mér hefur pásan frá þjálfun verið of löng. Lífið sem þjálfari þreytir mig jafn vel þótt ég sakni þess smá. Við sjáum til hvenær ég sný aftur í þjálfun," sagði Zidane.


Athugasemdir
banner
banner