Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   fim 06. júní 2024 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Brobbey orðaður við mörg stórlið - „Engin refsing að vera áfram"
Brian Brobbey
Brian Brobbey
Mynd: EPA

Brian Brobbey framherji Ajax hefur verið orðaður við mörg stórlið en hann er ekkert að flýta sér í burtu frá hollenska félaginu.


Brobbey hefur m.a. verið orðaður við Arsenal og Manchester United en hann var leikmaður Ajax þegar Erik ten Hag stýrði liðinu áður en hann tók við United.

„Real Madrid, Man Utd, Arsenal og Tottenham eru öll flott félög. En það er engin refsing að vera áfram hjá Ajax," sagði Brobbey.

Hann er 22 ára gamall en hann skoraði 22 mörk og lagði upp 12 á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner