Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   fim 06. júní 2024 08:31
Elvar Geir Magnússon
London
Hundrað fleiri mistök án VAR
Félög ensku úrvalsdeildarinnar kjósa um hvort leggja eigi niður VAR í deildinni.
Félög ensku úrvalsdeildarinnar kjósa um hvort leggja eigi niður VAR í deildinni.
Mynd: Getty Images
Mynd: VAR
Það yrði 100 fleiri dómaramistök á tímabili ef félög ensku úrvalsdeildarinnar ákveða að hætta með VAR myndbandsdómgæslu. Þetta kemur fram í úttekt ensku úrvalsdeildarinnar sem send hefur verið á öll tuttugu félögin.

Aðalfundur deildarinnar verður haldinn í dag og þar verður meðal annars kosið um tillögu Wolves um að hætta með VAR í enska boltanum.

VAR hefur gengið erfiðlega í ensku úrvalsdeildinni en þrátt fyrir það er búist við því að félögin muni fella þessa tillögu afgerandi.

Enska úrvalsdeildin hefur sent félögunum áætlun um hvernig deildin hyggst bæta notkun VAR. Þá eru taldar upp hinar ýmsu neikvæðu afleiðingar sem það myndi hafa í för með sér að hætta með tæknina.

Bent er á að aðeins fimm sinnum hafi verið gerð mistök með VAR afskiptum á síðasta tímabili en 105 atriði hafi verið rétt. Það er bæting frá tímabilinu á undan þar sem ellefu VAR afskipti enduðu með rangri niðustöðu.

Enska úrvalsdeildin er búin að skuldbinda sig til að borga umtalsverða fjárhæð fyrir VAR notkun til næstu þriggja ára. Þá er tekið fram að deildin yrði eina deildin af þeim stærstu í Evrópu til að hætta með VAR. Það gæti haft neikvæð áhrif á orðspor deildarinnar og hamla enskum dómurum að fá stór verkefni.

Enska úrvalsdeildin tekur undir það að vandamál sé hversu mikinn tíma VAR ákvarðanir séu að taka. Að meðaltali voru 64 sekúndna tafir með hverri VAR notkun á liðnu tímabili, samanborið við 40 sekúndur á tímabilinu á undan.

Meðal breytinga sem hugmyndir eru uppi um að taka er að dómarinn muni tilkynna ákvörðun sína í hátalarakerfi vallanna en það var til dæmis gert á HM kvenna.
Athugasemdir
banner
banner
banner