Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   fim 06. júní 2024 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Italiano tekur við af Motta (Staðfest)
Mynd: EPA

Vicenzo Italiano er tekinn við af Thiago Motta sem stjóri Bologna.


Italiano sagði upp sem stjóri Fiorentina eftir nýliðið tímabil en liðið rétt missti af Evrópusæti og tapaði í undanúrslitum bikarsins gegn Atalanta.

Hann er 46 árs gamall en hann tók við Fiorentina árið 2021. Hann kom liðinu í Evrópukeppni í fyrsta sinn í fimm ár á sínu fyrsta tímabili og kom liðinu þrisvar sinnum í bikarúrslit.

Samningur Motta rann út hjá Bologna eftir tímabilið en hann verður næsti stjóri Juventus.


Athugasemdir
banner
banner