Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   fim 06. júní 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vináttulandsleikur: Leikmenn Liverpool og Man Utd sáu um Mexíkó
Mynd: EPA

Mexico 0 - 4 Uruguay
0-1 Darwin Nunez ('7 )
0-2 Facundo Pellistri ('26 )
0-3 Darwin Nunez ('44 )
0-4 Darwin Nunez ('49 )


Úrúgvæ mætti Mexíkó í vináttulandsleik í nótt þar sem leikmenn Liverpool og Manchester United komust á blað.

Úrúgvæ vann nokkuð öruggan sigur en staðan var 3-0 í hálfleik. Darwin Nunez kom liðinu yfir snemma leiks og Facundo Pellistri sem var á láni hjá Granada frá Manchester United á síðustu leiktíð bætti öðru markinu við.

Nunez skoraði sitt annað mark og þriðja mark Úrúgvæ undir lok fyrri hálfleiks og fullkomnaði þrennu sína snemma í síðari hálfleik og innsiglaði þar með sigur liðsins.

Úrúgvæ spilar á Copa America í sumar þar sem liðið mætir Panama, Bólivíu og Bandaríkjunum í riðlakeppninni.


Athugasemdir
banner
banner
banner