Málfríður Erna Sigurðardóttir lagði upp eina mark Stjörnunnar í kvöld sem spilaði við Þór/KA í Pepsi Max-deild kvenna.
Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 1 Þór/KA
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir gerði mark Stjörnunnar í 1-1 jafntefli en Þór/KA jafnaði undir lok leiks.
Málfríður vildi fá meira úr þessum leik og talar um að heimaliðið hafi átt skilið meira úr viðureigninni.
„Mér finnst við hafa verið rændar í endann og ég er ekki sátt með að fá á okkur mark í blálokin," sagði Málfríður.
„Við vorum ekki að spila okkar besta leik en vorum miklu betri og áttum að klára þetta í fyrri hálfleik með fleiri mörkum."
„Hildigunnur er svo fljót svo ég ákvað bara að prófa að senda og það virkaði að nota gamla vinstri fótinn, beint á hana!"
Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir