mán 07. október 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Carlos Vela bætti markametið í MLS-deildinni
Carlos Vela skoraði þrennu í gær
Carlos Vela skoraði þrennu í gær
Mynd: Getty Images
Síðasta umferð MLS-deildarinnar fór fram í gær áður en umspilið hefst síðar í þessum mánuði en mexíkóski framherjinn Carlos Vela bætti markametið í deildinni.

Vela hefur verið frábær í liði Los Angeles FC á þessari leiktíð en hann skoraði 34 mörk í deildarkeppninni á þessari leiktíð og bætti þar með met Josef Martinez sem gerði 31 mark fyrir Atlanta United á síðasta ári.

Liðið hans Vela bætti þá einnig stigametið en liðið nældi í 72 stig en New York Red Bulls átti metið frá því í fyrra sem var 71 stig. LAFC skoraði þá 85 mörk í deildinni.

Vela skoraði þrennu í lokaumferðinni í 3-1 sigri á Colorado Rapids en liðið situr hjá í fyrstu umferð í umspilinu en mætir í annarri umferð annað hvort Los Angeles Galaxy eða Minnesota United.

Zlatan Ibrahimovic, framherji Galaxy, skoraði einnig í gær í 4-2 tapi gegn Houston Dynamo. Zlatan skoraði 30 mörk í deildinni á þessu tímabili en Zlatan fagnaði 38 ára afmæli sínu í síðustu viku.
Athugasemdir
banner
banner