Osimhen efstur á blaði hjá Man Utd - Aukin samkeppni um Cunha - Tottenham gæti reynt við Rashford
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
Dóri Árna: Hefði sagt það sama við þig
Óli Valur: Töluvert minna baul en ég bjóst við
Heimir Guðjóns eftir fyrsta stigið: Einhverstaðar verðum við að byrja
Jökull: Svona 300 augnablik sem maður getur tekið
Höskuldur hetjan í lokin: Var búinn að hlaða fótinn helvíti illa
Óskar Hrafn: Ég er alltaf geggjaður
Túfa: Verð gráhærður að bíða eftir að liðið haldi hreinu
Haddi: Ekki sóknarleikurinn sem er vandamálið
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net á laugardagskvöld
Þegar Arnar og Bjarki mættu í KR - „Ég trompaðist þegar hann tók þessa ákvörðun“
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Elaina Carmen: Mikill heiður að spila fyrir Fram
Thelma Karen: Unnum okkur hægt og rólega inn í leikinn
Nik um meiðsli Barbáru: Líklega úlnliðsbrot
Jóhannes Karl: Þurfum að fara hugsa okkar gang
Áslaug Dóra skoraði þrennu: Eitt af markmiðunum mínum að vera sterkari inn í teig
Rúnar Kristins: Við erum góðir en ekki orðnir svakalega góðir
Næsta áskorun Kára í bikarnum - „Var mjög stressaður fyrir því"
Magnús Már: Það eru einhver nöfn á borðinu
   fim 12. ágúst 2021 22:58
Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugs: Hann hefur fengið gagnrýni en veit hversu mikils við metum hann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings gat heldur betur glaðst eftir 3-1 sigur gegn KR í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Sigur Víkinga var að lokum sannfærandi og sanngjarn.

Viðtalið var tekið strax eftir leik, áður en Víkingar drógust gegn Fylki á útivelli í 8-liða úrslitunum.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 KR

„Við lögðum grunninn að sigrinum með frábærum kafla í fyrri hálfleik," sagði Arnar um leik kvöldsins en hann fer betur yfir leikinn í viðtalinu sem sjá má í spilaranum hér að ofan.

„Ég er frekar ósáttur við að skora ekki fleiri mörk. Það voru tækifæri til þess. Um leið og við létum boltann ganga þá fundum við nóg af opnunum."

Arnar var að vinna sinn fyrsta sigur á KR síðan hann tók við Víkingsliðinu.

„Þetta er keppni sem ég met mikils, minn fyrsti titill sem þjálfari. Við lögðum mikið á okkur til að vera með í hattinum í kvöld og við ætlum að verja þennan titil."

Erlingur Agnarsson var maður leiksins. Hann skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu og átti auk þess stoðsendingu.

„Hann hefur fengið gagnrýni en veit hversu mikils við metum hann hér í Víkinni. Hann sinnir ótrúlega mikilli varnarvinnu og er með betri framherjum í varnarvinnu í deildinni. En spilandi þetta framarlega þá gerir maður kröfu á að hann skori fleiri mörk. Hann veit það. Vonandi opnast flóðgáttirnar með þessu marki í kvöld."

Kári Árnason fór meiddur af velli í seinni hálfleik. Hvernig er útlitið varðandi hann, verður hann klár fyrir næsta leik?

„Það lítur ekkert sérstaklega vel út. Kári var að ströggla fyrir leik í náranum. Við eigum eftir að meta hann betur en þetta lítur ekki vel út."
Athugasemdir
banner