Osimhen efstur á blaði hjá Man Utd - Aukin samkeppni um Cunha - Tottenham gæti reynt við Rashford
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
Dóri Árna: Hefði sagt það sama við þig
Óli Valur: Töluvert minna baul en ég bjóst við
Heimir Guðjóns eftir fyrsta stigið: Einhverstaðar verðum við að byrja
Jökull: Svona 300 augnablik sem maður getur tekið
Höskuldur hetjan í lokin: Var búinn að hlaða fótinn helvíti illa
Óskar Hrafn: Ég er alltaf geggjaður
Túfa: Verð gráhærður að bíða eftir að liðið haldi hreinu
Haddi: Ekki sóknarleikurinn sem er vandamálið
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net á laugardagskvöld
Þegar Arnar og Bjarki mættu í KR - „Ég trompaðist þegar hann tók þessa ákvörðun“
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Elaina Carmen: Mikill heiður að spila fyrir Fram
Thelma Karen: Unnum okkur hægt og rólega inn í leikinn
Nik um meiðsli Barbáru: Líklega úlnliðsbrot
Jóhannes Karl: Þurfum að fara hugsa okkar gang
Áslaug Dóra skoraði þrennu: Eitt af markmiðunum mínum að vera sterkari inn í teig
Rúnar Kristins: Við erum góðir en ekki orðnir svakalega góðir
Næsta áskorun Kára í bikarnum - „Var mjög stressaður fyrir því"
Magnús Már: Það eru einhver nöfn á borðinu
   lau 12. ágúst 2023 17:05
Stefán Marteinn Ólafsson
Davíð Smári: Við getum ekki valið okkur leiki til að vera 100 prósent
Lengjudeildin
Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra
Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Vestri heimsóttu Njarðvíkinga suður með sjó í dag þegar 16.umferð Lengjudeildarinnar hélt áfram göngu sinni í dag.

Bæði lið komu inn í þennan leik á flottu skriði en Vestri hafði ekki tapað sínum síðustu sex leikjum á meðan Njarðvíkingar voru búnir að sigra sína síðustu tvo.


Lestu um leikinn: Njarðvík 2 -  0 Vestri

„Við áttum bara ekkert skilið úr þessum leik miðað við frammistöðuna okkar í fyrri hálfleik og hún var bara til skammar." Sagði Davíð Smári Lemude þjálfari Vestra eftir leikinn við Njarðvík í dag.

„Þeir fá ekki mörg marktækifæri í dag en þeir skora úr þeim og við í raun og veru bara gefum þeim það, dekkingin í seinna markinu er nátturlega bara eitthvað það lélegasta sem ég hef séð - hrikalega ósáttur með hana og líka í fyrsta markinu og þetta er bara alltof ódýrt og er eitthvað sem að við verðum að laga." 

„Mér fannst þeir bara koma meira gíraðir inn í fyrri hálfleikinn, þeir unnu alla seinni bolta og við vorum langt frá þeim og þeir fóru illa með okkur á miðsvæðinu og vorum bara of langt frá mönnum og náðum ekki að klukka þá og mér fannst liðið bara ekki mæta til leiks í fyrri hálfleik."

Vestri hafa verið á flottu skriði fyrir leikinn gegn Njarðvík og náð að klifra upp í umspilsbaráttu.

„Ég met tímabilið bara þannig að við erum búnir að gefa öllum liðunum fyrir ofan okkur hörku leiki og ef eitthvað er jafnvel verið betri aðilinn í þeim leikjum en svo erum við líka búnir að tapa fyrir liðunum sem að eru þarna í kjallaranum, bæði Ægir og núna Njarðvík í dag sem eru reyndar komnir upp úr fallsætinu eftir leikinn og þetta er 'mentality issue' fyrir mér. Við höldum að við getum komið hérna og mætt svona liðum sem að eru fyrir neðan okkur á einhverjum 70% eða hvað það er og það bara virkar ekki þannig í fótbolta." 

Nánar er rætt við Davíð Smára Lamude þjálfara Vestra í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner