Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
   þri 14. apríl 2020 11:00
Hafliði Breiðfjörð
Strákapör Guðmundar Mete og Zlatans í Svíþjóð
Guðmundur Viðar Mete er gestur dagsins í podcastþættinum Miðjunni.
Guðmundur Viðar Mete er gestur dagsins í podcastþættinum Miðjunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Viðar Mete er gestur vikunnar í podcastþættinum Miðjan hér á Fótbolta.net í dag. Hann er æskuvinur Zlatan Ibrahimovic og enn í dag halda þeir sambandi. Í viðtalinu sem verður birt í dag fjallar Guðmundur Viðar um strákapör sín og Zlatan í Malmö í Svíþjóð.

Hlustaðu á þáttinn í spilaranum að neðan eða finndu hann á öllum helstu podcastveitum undir Fótbolti.net.

„Við hittumst mikið og hann var í öðrum bekk í sama skóla og ég," sagði Guðmundur Viðar í Miðjunni.

„Þegar við Zlatan komum upp í meistaraflokkinn ákváðum við að taka strætókortið með okkur í útihlaup," sagði Guðmundur í viðtalinu.

„Eftir 4-5 kílómetra fórum við á næstu strætóstoppistöð og tókum hringinn með strætó. Við sáum Ómar Jó sem var þarna á þessum tíma alveg búinn á því síðastur og við enduðum í miðjunni. Þetta komst ekki upp."

Zlatan hafði sjálfur sagt frá því í ævisögu sinni að hann hafi verið með vini sínum að stela hjólum á unglingsaldri. En var Guðmundur Viðar með í því?

„Hann stal hjóli seinna í þessum sama hlaupahring. Þá vorum við byrjaðir að hlaupa og ég heyri 'kling-kling'. Þá var hann búinn að stela hjóli og kom lokametrana. Hann tók mig á hjólið einhvern spöl, 500 metra eða eitthvað."
Miðjan - Guðmundur Mete: Æskuvinur Zlatan um Malmö, Keflavík og fleira
Athugasemdir
banner
banner
banner