Mikheil Kavelashvili fyrrverandi leikmaður Manchester City var í dag kjörinn forseti Georgíu en mikil mótmælaalda hefur skekið þjóðina síðustu 17 daga, fólkið vill ganga í Evrópusambandið.
Kavelashvili er í dag 53 ára gamall. Hann var áður þingmaður fyrir flokk sem heitir Georgíski draumurinn. Hann var sá eini sem kom til greina í forsetaembættið og fékk 224 af 225 atkvæðum.
Allir hinir fjórir flokkarnir höfnuðu Kavelashvili og hafa ekki mætt til þings. Þau fullyrða að svindlað hafi verið í kosningunum sem fóru fram í október.
Salome Zourabichvili sem er að yfirgefa forsetastólinn fordæmir kosninguna á nýjum forseta og segir að hún sé eini löglega kjörni forsetinn. Tímabili hennar lýkur 29. desember.
Kavelashvili sneri sér að pólitík þegar hann náði ekki völdum hjá georgíska knattspyrnusambandinu því hann var ekki gjaldgengur.
Hann er 53 ára gamall og spilaði 28 deildarleiki með Man City á árunum 1995-1997. Hann spilaði 46 landsleiki fyrir Georgíu og skoraði 9 mörk.
Athugasemdir