Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
   mið 15. júlí 2015 23:10
Elvar Geir Magnússon
Hólmar Örn: Verður extra pressa á mér í leiknum
Hólmar í vináttuleik gegn Belgíu í fyrra.
Hólmar í vináttuleik gegn Belgíu í fyrra.
Mynd: Getty Images
„Það er indælt að vera kominn heim til Íslands, sérstaklega þar sem veðrið er fínt," segir miðvörðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson í viðtali við heimasíðu Rosenborgar.

Hólmar og félagar í Rosenborg leika gegn KR á KR-vellinum á morgun fimmtudagskvöld í fyrri viðureign liðanna í undankeppni Evrópudeildarinnar.

„Ég er spenntur fyrir þessum leik. Öll fjölskyldan verður í stúkunni og margir af mínum vinum. Þetta er fyrsti leikurinn minn á Íslandi í ansi langan tíma. Ég spilaði 16 leiki hér í efstu deild áður en ég fór út og svo hef ég spilað landsleiki en það er langt síðan síðast."

„Það verður extra pressa á mér í leiknum, ég verð í sviðsljósinu. Það er aðeins öðruvísi að spila fyrir framan marga sem þú þekkir. Þetta verður áhugaverð stund."

Hólmar og kærasta hans eiga von á barni í desember en fréttamaður heimasíðunnar óskaði honum til hamingju með það.

„Takk kærlega. Ég verð faðir í desember en við fáum að vita kynið á föstudag. Það er fáránleg tilviljun að við fáum eina fríhelgi í sumar og hún kemur strax eftir leik á Íslandi. Það er fullkomið fyrir mig," segir Hólmar sem verður áfram í faðmi fjölskyldu og vina hér á landi eftir leikinn á morgun.

KR - Rosenborg á morgun verður klukkan 19:15 og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner