Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   fim 16. júlí 2015 11:30
Arnar Daði Arnarsson
Bjarni Guðjóns: Risavaxið verkefni framundan
Bjarni Guðjónsson þjálfari KR.
Bjarni Guðjónsson þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR leikur gegn Rosenborg á KR-vellinum í kvöld í fyrri viðureign liðanna í undankeppni Evrópudeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.

Bjarni Guðjónsson þjálfari KR-inga er hvergi banginn fyrir verkefni kvöldsins. Hann segir að KR-ingar vilji ná árangri en þeir verði samt sem áður að átta sig á því hversu stórt verkefnið sé.

Heimavöllurinn skiptir sáralitlu
„Ef við eigum góðan leik hérna heima og náum í hagstæð úrslit þá getur allt gerst í seinni leiknum," sagði Bjarni sem segir það skipta sáralitlu máli fyrir KR-inga hvort þeir spili á heima eða útivelli í Evrópukeppninni.

„Það skiptir þá kannski meira máli að spila á sínum heimavelli sem er töluvert stór og flottur, á meðan mér finnst það ekki skipta okkur miklu máli í gegnum árin hvort við séum að spila á heima eða útivelli."

„Rosenborg er feikilega öflugt lið og vel rútínað og með marga mjög góða leikmenn. Þeir geta bæði sótt hratt og þeir eru einnig mjög flínkir að halda boltanum vel innan liðsins. Þeir hafa úr mörgum vopnum að velja," sagði Bjarni en Rosenborg er á toppi norsku úrvalsdeildarinnar að loknum 16 umferðum, með 36 stig, fimm stigum meira en næsta lið, Stabæk.

Fátt virðist stoppa Rosenborg
„Þeir eru á fínni siglingu þar. Það er fátt sem virðist geta stoppað þá í deildinni. Flest lið í Noregi þykjast vita hvernig þau eiga að spila á móti þeim, en þeir virðast alltaf komast yfir þær hindranir sem norsku liðin setja fyrir þá. Við verðum að reyna okkar besta í kvöld."

„Við ætlum að reyna halda leiknum í jafnvægi eins lengi og kostur er. Við stefnum á að komast í seinni leikinn til að hafa upp á allt að spila."

„Við leggjum alltaf áherslu á það að halda markinu hreinu. Ég get ekki lagt nægilega mikla áherslu á það í öllum leikjum sem við spilum að halda markinu hreinu. Það breytist ekkert í dag. Við breytum ekki því sem við erum sterkir í. Við erum góðir á boltann og getum beitt nokkrum útfærslum í sóknarleiknum okkar sem við munum gera."

Söderlund mætir til Íslands á ný
Rosenborg er mjög vel mannað. Markahæsti leikmaður liðsins, er norski landsliðsmaðurinn Alexander Söderlund sem spilaði með FH sumarið 2009, þar átti hann erfitt uppdráttar. Hann hefur nú skorað 14 mörk á þessu tímabili í 16 leikjum og hefur farið á kostum með Rosenborg síðustu tvö tímabil.

Aðrir leikmenn sem vert er að fylgjast með, er kantmaðurinn Pal Andre Helland sem er að stíga uppúr meiðslum. Hann hefur skorað 10 mörk í 10 leikjum í norsku deildinni. Tobias Mikkelsen er síðan annar kantmaður sem er feikilega öflugur. Á miðjunni er hinn 27 ára, danski Mike Jensen.

Það verður síðan fróðlegt að sjá hvort Tomas Malec fái mínútur í fremstu víglínu en hann er töluvert öðruvísi leikmaður en Söderlund.

Síðan má ekki gleyma því að Hólmar Örn Eyjólfsson leikur í hjarta varnarinnar hjá Rosenborg.

„Þetta er risavaxið verkefni fyrir okkur KR-inga," sagði Bjarni Guðjónsson þjálfari að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner