Já þetta var mjög vont svo ekki sé meira sagt sagði Óttar Bjarni Guðmundsson fyrirliði ÍA eftir 2 - 1 tap á móti Blikum þar sem Skagamenn fengu vítaspyrnu á sig á 83. mínútu leiksins.
Lestu um leikinn: Breiðablik 2 - 1 ÍA
Ég er bara að bakka inn í teiginn og boltinn kemur fyrir á deflectioni og ég er að bakka og það dettur einhver fyrir aftan mig
Hvernig horfir leikurinn samt við Óttari þrátt fyrir tapið
Við vissum að Blikar eru með mjög gott fótboltalið og vissum að ef við værum að elta þá út um allan völl þá myndu þeir reita okkur upp þannig að við ákváðum að vera þéttari fyrir og náum að skora mjög gott mark og þetta var að ganga mjög vel en svo í fyrsta markinu koma einstakingsgæði hjá Árna í ljós og þeir eru með svona menn og refsa fyrir hvert einasta tilfelli sem við sváfum aðeins á verðinum.
Ef þú getur ekki unnið fótboltaleiki að þá er eins gott að taka stig út úr þeim en það gerðist því miður ekki í dag
Nánar er rætt við Óttar Bjarna í spilaranum hér fyrir ofan
Athugasemdir