Osimhen efstur á blaði hjá Man Utd - Aukin samkeppni um Cunha - Tottenham gæti reynt við Rashford
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
Dóri Árna: Hefði sagt það sama við þig
Óli Valur: Töluvert minna baul en ég bjóst við
Heimir Guðjóns eftir fyrsta stigið: Einhverstaðar verðum við að byrja
Jökull: Svona 300 augnablik sem maður getur tekið
Höskuldur hetjan í lokin: Var búinn að hlaða fótinn helvíti illa
Óskar Hrafn: Ég er alltaf geggjaður
Túfa: Verð gráhærður að bíða eftir að liðið haldi hreinu
Haddi: Ekki sóknarleikurinn sem er vandamálið
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net á laugardagskvöld
Þegar Arnar og Bjarki mættu í KR - „Ég trompaðist þegar hann tók þessa ákvörðun“
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Elaina Carmen: Mikill heiður að spila fyrir Fram
Thelma Karen: Unnum okkur hægt og rólega inn í leikinn
Nik um meiðsli Barbáru: Líklega úlnliðsbrot
Jóhannes Karl: Þurfum að fara hugsa okkar gang
Áslaug Dóra skoraði þrennu: Eitt af markmiðunum mínum að vera sterkari inn í teig
Rúnar Kristins: Við erum góðir en ekki orðnir svakalega góðir
Næsta áskorun Kára í bikarnum - „Var mjög stressaður fyrir því"
Magnús Már: Það eru einhver nöfn á borðinu
   fim 17. ágúst 2023 21:15
Haraldur Örn Haraldsson
Stubbur ískaldur: Ég var furðu lítið stressaður fyrir þessum leik
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Steinþór Már Auðunsson leikmaður KA betur þekktur sem Stubbur átti virkilega góðan leik milli stangana í kvöld þrátt fyrir að fá á sig 5 mörk þegar Club Brugge sigraði Akureyringa 5-1 í kvöld.


Lestu um leikinn: KA 1 -  5 Club Brugge

„Við getum tekið helling út úr þessu, við spiluðum 6 hörku leiki og við unnum þrjá, gerðum eitt jafntefli og töpuðum tveim á móti Club Brugge. Ég held að það sé bara helvíti góður árangur."

Stubbur var frekar óvænt valinn í markið í dag þar sem hann hefur setið á bekknum eiginlega allt tímabilið. Hann átti góðan leik og gerir mögulega tilkall í að byrja fleiri leiki.

„Ég veit ekkert um það, það verður bara að fá að koma í ljós. Það er bara gaman að fá að spila fótboltaleik og tikka allavega í Evrópu boxið, þá er maður búinn með það."

Steinþór var að spila fyrsta Evrópu leik sinn á ferlinum og á móti risa stóru liði en hann segist ekkert hafa verið neitt meira stressaður.

„Nei ég get ekki sagt það, ég var furðu lítið stressaður fyrir þessum leik. Ég meina ég hafði engu að tapa og fór bara inn á til þess að hafa gaman og gera mitt besta og það gekk ágætlega."

KA getur enn tryggt sér Evrópu sæti á næsta tímabili annaðhvort með því að vinna Bikarúrslitaleikinn eða með því að ná í 4. sætið.

„Við ætlum alltaf að klára þennan bikar, það er alveg á hreinu sko og við stefnum á fjórða sætið svo Evrópa sé örugg svo við getum upplifað þetta aftur."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner