Samkvæmt öruggum heimildum Fótbolta.net er landsliðsmarkvörðurinn Ögmundur Kristinsson á leið til grísku meistaranna í PAOK í sumar.
Ögmundur hefur staðið sig virkilega vel með Larissa í Grikklandi undanfarin tvö tímabil en hann verður samningslaus í sumar og getur þá farið frítt í annað félag.
Ríkjandi meistarar í PAOK eru tveimur stigum frá toppnum í dag en landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason spilar með liðinu.
Á dögunum var Ögmundur einnig orðaður við AEK Aþenu en samkvæmt heimildum Fótbolta.net er hann á leið til PAOK.
Ögmundur er 30 ára og hefur leikið 15 landsleiki fyrir Ísland. Ögmundur er uppalinn hjá Fram en hann hefur einnig leikið með Hammarby í Svíþjóð, Randers í Danmörku og Excelsior í Hollandi á ferli sínum.
Athugasemdir