Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
Andri Fannar: Aulaleg mörk sem við fengum á okkur
Ólafur Ingi: Barnalegir á vissum mómentum
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
banner
   mán 19. ágúst 2024 22:38
Sölvi Haraldsson
Maggi: Varnarleikurinn frábær frá A til Ö
Lengjudeildin
Maggi var sáttur með sigurinn í kvöld.
Maggi var sáttur með sigurinn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Frábær sigur og mér fannst hann verðskuldaður. Frábær varnarleikur hjá öllu liðinu allan leikinn. Mér fannst þeir ógna markinu mjög lítið allan leikinn. Við gerðum þetta svona í dag og vörðum forskotið. Ég held að þetta sé verðskuldaður sigur.“ sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir 1-0 sigur á Þrótti í kvöld.


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  0 Þróttur R.

Var þetta besta frammistaða Aftureldingar í sumar?

Varnarlega myndi ég segja það. Ég man varla eftir færi hjá þeim fyrir utan í lokin þegar Sigurpáll hendir sér fyrir skotið. Að öðru leyti ógnuðu þeir lítið. Varnarleikurinn var frábær frá A til Ö.

Eftir frábæran fyrri hálfleik fór seinni hálfleikurinn í að verjast meira og minna hjá heimamönnum.

Ég hefði viljað skorað 2-0 í fyrri hálfleik og fara með stærri forystu inn í hálfleikinn. Við spiluðum frábærlega þar og markið var frábær. Í seinni hálfleik fórum við að verjast of mikið. En bara frábær liðsheild sem skilaði sigrinum í dag.

Þetta var annar heimasigur Aftureldingar á tímabilinu en Maggi segir að hann hafi verið kærkominn.

Það var frábær andi í liðinu og í stúkunni. Frábært að sjá góða mætingu og bingóið í hálfleik, einhverjir áhorfendur fóru sáttir heim með vinninga þaðan. Svo fara Aftureldingsmenn sáttir heim með þrjú stig. Bara frábært.“ 

Viðtalið við Magnús má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner