Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   lau 20. febrúar 2021 20:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn: Kórdrengir náðu í sigur á Akureyri
Loic Ondo gerði þriðja og síðasta mark Kórdrengja í leiknum.
Loic Ondo gerði þriðja og síðasta mark Kórdrengja í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór 1 - 3 Kórdrengir
0-1 Þórir Rafn Þórisson
1-1 Guðni Sigþórsson
1-2 Albert Brynjar Ingason
1-3 Loic Ondo

Kórdrengir höfðu betur gegn Þór þegar liðin áttust við í A-deild Lengjubikarsins í kvöld.

Þórir Rafn Þórisson skoraði eina mark fyrri hálfleiks fyrir Kórdrengi og var staðan 0-1 í hálfleik í Boganum á Akureyri.

Guðni Sigþórsson jafnaði metin fyrir Þórsara í seinni hálfleiknum en Kórdrengir reyndust sterkari á lokakafla leiksins og náðu að sigla sigrinum heim. Albert Brynjar Ingason kom Kórdrengjum yfir og Loic Ondo gerði út um leikinn með flottu skallamarki.

Kórdrengir eru með þrjú stig eftir tvo leiki á meðan Þór hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner