
„Menn virtust hætta og það gekk allt gegn mönnum," sagði Guðjón Þórðarson þjálfari Víkings Ólafsvík eftir 0 - 7 tap gegn Fjölni í Lengjudeild karl í kvöld.
Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 0 - 7 Fjölnir
„Fyrri hálfleikurinn var í ágætis jafnvægi en svo fengum við á okkur mark sem við hefðum geta gert betur í. Um leið og við lendum undir er eins og menn missi trúnna á verkefninu. Svo var þetta algjört afhroð í seinni hálfleik. Það er erfitt að átta sig á því hvernig menn gefast svona auðveldlega upp, leggja árar í bát og láta vaða yfir sig."
Guðjón gerði tvær breytingar í hálfleik, skemmdi það fyrir leiknum?
„Ég hélt ég væri bara að fá ferska fætur inn. James Dale er fyrirliði liðsins og hefur verið fyrir utan liðið. Ég var að vonast eftir að fá bæði reynslu og yfirvegun hans í leikinn. Það skilaði sér ekki, James frekar en aðrir áttu dapran dag. Það var dapurt að sjá hvernig liðið hrundi. Brynjar (Vilhjálmsson) kom inn og átti markfæri sem hann hefði geta gert betur í. Það var fullt af færum sem við misnotuðum en hittum varla markið. Ef menn ætla að spila svona þá er engin von."
Fjölnir skoraði fimm af sjö mörkum í seinni hálfleiknum. „Það var nánast hver sókn fullnýtt hjá þeim í seinni hálfleik" sagði Guðjón og hélt áfram.
„Þú verður að hæla Fjölnisliðinu, þeir gengu á lagið og styrktust við hverja ranghugmynd sem við buðum upp á. Það er daprast að sjá hvað við gáfum auðveldlega eftir og gáfumst upp. Það er ekki í mínum bókum að gefast upp, að gefast upp svona auðveldlega var dapurt."
Nánar er rætt við Guðjón í spilaranum að ofan en þar segist hann að það styttist í að hann verði að nota Brynjar Kristmundsson aðstoðarþjálfara sem leikmann í liðinu.
Athugasemdir