Osimhen efstur á blaði hjá Man Utd - Aukin samkeppni um Cunha - Tottenham gæti reynt við Rashford
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
Dóri Árna: Hefði sagt það sama við þig
Óli Valur: Töluvert minna baul en ég bjóst við
Heimir Guðjóns eftir fyrsta stigið: Einhverstaðar verðum við að byrja
Jökull: Svona 300 augnablik sem maður getur tekið
Höskuldur hetjan í lokin: Var búinn að hlaða fótinn helvíti illa
Óskar Hrafn: Ég er alltaf geggjaður
Túfa: Verð gráhærður að bíða eftir að liðið haldi hreinu
Haddi: Ekki sóknarleikurinn sem er vandamálið
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net á laugardagskvöld
Þegar Arnar og Bjarki mættu í KR - „Ég trompaðist þegar hann tók þessa ákvörðun“
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Elaina Carmen: Mikill heiður að spila fyrir Fram
Thelma Karen: Unnum okkur hægt og rólega inn í leikinn
Nik um meiðsli Barbáru: Líklega úlnliðsbrot
Jóhannes Karl: Þurfum að fara hugsa okkar gang
Áslaug Dóra skoraði þrennu: Eitt af markmiðunum mínum að vera sterkari inn í teig
Rúnar Kristins: Við erum góðir en ekki orðnir svakalega góðir
Næsta áskorun Kára í bikarnum - „Var mjög stressaður fyrir því"
Magnús Már: Það eru einhver nöfn á borðinu
   fös 20. ágúst 2021 21:44
Einar Knudsen
Gaui Þórðar: Dapurt að gefast svona auðveldlega upp
Lengjudeildin
Guðjón ásamt Brynjari Kristmundssyni.
Guðjón ásamt Brynjari Kristmundssyni.
Mynd: Raggi Óla
„Menn virtust hætta og það gekk allt gegn mönnum," sagði Guðjón Þórðarson þjálfari Víkings Ólafsvík eftir 0 - 7 tap gegn Fjölni í Lengjudeild karl í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 0 -  7 Fjölnir

„Fyrri hálfleikurinn var í ágætis jafnvægi en svo fengum við á okkur mark sem við hefðum geta gert betur í. Um leið og við lendum undir er eins og menn missi trúnna á verkefninu. Svo var þetta algjört afhroð í seinni hálfleik. Það er erfitt að átta sig á því hvernig menn gefast svona auðveldlega upp, leggja árar í bát og láta vaða yfir sig."

Guðjón gerði tvær breytingar í hálfleik, skemmdi það fyrir leiknum?

„Ég hélt ég væri bara að fá ferska fætur inn. James Dale er fyrirliði liðsins og hefur verið fyrir utan liðið. Ég var að vonast eftir að fá bæði reynslu og yfirvegun hans í leikinn. Það skilaði sér ekki, James frekar en aðrir áttu dapran dag. Það var dapurt að sjá hvernig liðið hrundi. Brynjar (Vilhjálmsson) kom inn og átti markfæri sem hann hefði geta gert betur í. Það var fullt af færum sem við misnotuðum en hittum varla markið. Ef menn ætla að spila svona þá er engin von."

Fjölnir skoraði fimm af sjö mörkum í seinni hálfleiknum. „Það var nánast hver sókn fullnýtt hjá þeim í seinni hálfleik" sagði Guðjón og hélt áfram.

„Þú verður að hæla Fjölnisliðinu, þeir gengu á lagið og styrktust við hverja ranghugmynd sem við buðum upp á. Það er daprast að sjá hvað við gáfum auðveldlega eftir og gáfumst upp. Það er ekki í mínum bókum að gefast upp, að gefast upp svona auðveldlega var dapurt."

Nánar er rætt við Guðjón í spilaranum að ofan en þar segist hann að það styttist í að hann verði að nota Brynjar Kristmundsson aðstoðarþjálfara sem leikmann í liðinu.
Athugasemdir
banner
banner