Inter mun keppa við Liverpool um Kimmich - Verbruggen á ratsjá Chelsea - Real Madrid fylgist með Wharton
banner
þriðjudagur 25. febrúar
Þjóðadeild kvenna
föstudagur 21. febrúar
fimmtudagur 20. febrúar
Sambandsdeildin
föstudagur 31. janúar
Úrslitaleikur Þungavigtarbikarsins
fimmtudagur 30. janúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
miðvikudagur 5. mars
Engin úrslit úr leikjum í dag
þri 22.nóv 2022 10:45 Mynd: Getty Images
Magazine image

F-riðillinn: Tveir með töframátt í fótunum

Heimsmeistaramótið í Katar hófst á sunnudaginn. Við höldum áfram að hita upp fyrir riðlakeppnina - sem er komin á fleygiferð - með því að birta fréttir um hvern riðil. Það eru þrír riðlar eftir og í dag er komið að F-riðlinum. Í þeim riðli eru:

Belgía 🇧🇪
Kanada 🇨🇦
Króatía 🇭🇷
Marokkó 🇲🇦

1. Króatía 🇭🇷
Staða á heimslista: 12
Króatía fór í úrslitaleikinn fyrir fjórum árum og núna er liðið komið enn lengra. Í Þjóðadeildinni vann Króatía riðil sinn með Frakklandi og Danmörku. Það segir mikið um styrk liðsins. Margir af eldri leikmönnum liðsins hafa horfið á braut en liðið er áfram gríðarlega sterkt.



Fer Króatía aftur í úrslitaleikinn? Ekki útiloka það.

Þjálfarinn: Zlatko Dalic


Það hafa verið hæðir og lægðir hjá Dalic frá því hann tók við starfinu. Það hafa komið upp erfiðleikar eftir árangurinn stórkostlega á síðasta heimsmeistaramóti. En honum hefur tekist að gera vel í að sameina hópinn og er hann með þjóðina á bak við sig. Hann er grjótharður og kemstu ekki upp með neitt múður við Zlatko Dalic. Hann ákvað til að mynda bara að henda Ante Rebic, leikmanni AC Milan, úr hópnum eftir 2020 þar sem hann var með vesen.

Lykilmaður: Luka Modric


Er orðinn 37 ára gamall, en er enn alveg ótrúlega góður í fótbolta. Það verður ekki tekið af honum. Það eru fáir betri sendingarmenn en hann. Sjáið þetta bara:



Modric elskar líka að spila á HM. Síðast þegar hann lék á þessu móti þá var hann valinn besti leikmaður í heimi.

Fylgist með: Josko Gvardiol


Einn efnilegasti varnarmaður í heimi. Örvfættur miðvörður sem leikur með RB Leipzig í Þýskalandi. Hann kemur ekki til með að leika þar lengi. Það er eiginlega bara tímaspursmál hvenær hann fer í eitthvað stórlið.



2. Belgía 🇧🇪
Staða á heimslista: 2
Það er hávær umræða um að þetta sé jafnvel síðasti sénsinn fyrir belgísku gullkynslóðina að stíga upp og taka gull á stórmóti. Núna eru leikmenn eins og Kevin de Bruyne, Thibaut Courtois og Romelu Lukaku í sínu besta formi. Eden Hazard er það ekki, en það er bara eins og það er. Varnarleikurinn er spurningamerki fyrir belgíska liðið, en Courtois getur ekki bjargað öllu.

Þjálfarinn: Roberto Martinez


Eftir sex ár, þá er þolinmæðin gagnvart spænska þjálfaranum við það að lenda á endastöð. Hann fékk þessa gullkynslóð í hendurnar og er hans besti árangur þriðja sætið á HM 2018. Hann hefur ekki enn unnið bikar og var árangurinn á Evrópumótinu í fyrra ákveðin vonbrigði. Verður gullkynslóðin þekkt sem bronskynslóðin?

Lykilmaður: Kevin de Bruyne


Hann og Modric, tveir af bestu miðjumönnum heims, eru saman í þessum riðli. Þeir eru báðir með töframátt í fótunum. Það er óhætt að segja það. Hann er besti leikmaðurinn í þessu liði og leiðtogi inn á vellinum. De Bruyne stjórnar leiknum inn á miðsvæðinu og hann þarf að sýna sitt allra besta svo Belgar nái langt. Romelu Lukaku kemur meiddur inn í mótið og Hazard hefur ekki verið heill í mörg ár. Belgar treysta á að snillingurinn á miðjunni láti hlutina tikka og hann er með lyklana að því að belgíska liðið náði góðum árangri.



Fylgist með: Michy Batshuayi


Það hefur ekki alltaf verið dans á rósum hjá Batshuayi með félagsliðum sínum en hann er einn af þeim leikmönnum sem virðist alltaf standa sig vel með landsliðinu. Lukaku missir af fyrstu leikjunum og Belgar leita þá til Batshuayi til að spila fremst. Hann er með 26 mörk í 47 landsleikjum. Ekki slæmt.

Sjá einnig:
Batshuyai birtir mynd: Hann og níu Íslendingar

3. Marokkó 🇲🇦
Staða á heimslista: 22
Marokkó hafði ekki komist á inn á fjögur heimsmeistaramót í röð áður en þeir tóku þátt í Rússlandi fyrir fjórum árum. Þeir fylgdu því eftir með því að komast inn á mótið í Katar núna. Marokkó er með lúmskt sterkt lið og gæti komið á óvart í þessum riðli. Þeir eru alveg færir um það.

Þjálfarinn: Walid Regragui


Var landsliðsmaður frá 2001 til 2009. Var svo aðstoðarþjálfari landsliðsins eftir að ferlinum lauk en hann þurfti að læra meira og fór því að þjálfa í félagsliðaboltanum. Hann varð deildarmeistari í Marokkó með FUS Rabat árið 2016 og deildarmeistari í Katar með Al Duhail SC í Katar. Hans stærsti sigur var með Wydad AC er hann vann Meistaradeildina í Afríku með þeim. Hefur sannað sig sem öflugur þjálfari.

Lykilmaður: Achraf Hakimi


Hægri bakvörðurinn er gulldrengurinn í Marokkó. Leikur með Paris Saint-Germain í Frakklandi og er klárlega einn af hægri bakvörðum í heimi. Er í heimsklassa en það er ekki hægt að segja það sama um neinn annan leikmann liðsins, þó margir þeirra séu mjög fínir í fótbolta.



Fylgist með: Sofiane Boufal


Náði sér ekki alveg á strik með Southampton í ensku úrvalsdeildinni en hann fær traustið í liði Marokkó. Mjög teknískur leikmaður sem gaman er að fylgjast með.



4. Kanada 🇨🇦
Staða á heimslista: 41
Þetta er í annað sinn sem Kanada tekur á HM, og í fyrsta sinn síðan 1986. Liðið gerði mjög vel í undankeppninni og komst nokkuð sannfærandi inn á mótið. Það er spennandi lið í mótun fyrir HM 2026 á heimavelli þeirra, en þeir eru ekki alveg tilbúnir að gera einhverja hluti núna. Vilja halda vel í boltann en hvernig mun það ganga á móti liðum eins og Belgíu og Króatíu?

Þjálfarinn: John Herdman


Varð að stóru nafni í Kanada þegar hann stýrði kvennalandsliðinu að bronsi á Ólympíuleikunum 2012 og 2016. Tók við karlalandsliðinu 2018 og hefur tekist að búa til sterkt lið. Enski þjálfarinn breytti einstaklingum í lið eftir að hann tók við karlandsliðinu.

Lykilmaður: Alphonso Davies


Missti af mörgum leikjum í undankeppninni og Kanada þurfti að læra að vinna án hans. En með hinn 22 ára gamla Davies í liðinu, þá er kanadíska liðið mun betra og mun hættulegra. Er vinstri bakvörður hjá Bayern München en spilar mun framar hjá Kanada og þar verður fróðlegt að fylgjast með honum.



Fylgist með: Jonathan David


Mjög svo spennandi sóknarmaður sem mun leiða línuna hjá Kanada. Er kominn með níu mörk í 15 deildarleikjum í Frakklandi með Lille á þessari leiktíð. Eins og sagt var um Gvardiol áðan, þá er það bara tímaspursmál hvenær þessi hæfileikaríki sóknarmaður fer í eitt stærsta félag Evrópu.



Belgía og Króatía eigast við í lokaumferð riðilsins. Verða bæði lið með sex stig þegar þangað verður komið?

Leikirnir:

miðvikudagur 23. nóvember
10:00 Marokkó - Króatía (Al Bayt Stadium, Al Khor)
19:00 Belgía - Kanada (Ahmad bin Ali Stadium, Al Rayyan)

sunnudagur 27. nóvember
13:00 Belgía - Marokkó (Al Thumama Stadium, Doha)
16:00 Króatía - Kanada (Khalifa International Stadium, Al Rayyan)

fimmtudagur 1. desember
15:00 Króatía - Belgía (Ahmad bin Ali Stadium, Al Rayyan)
15:00 Kanada - Marokkó (Al Thumama Stadium, Doha)

Sjá einnig:
A-riðillinn: Van Gaal mætir með læti og bjartasta von Afríku
B-riðillinn: Kafteinn Ameríka reynir að stoppa ljónin þrjú
C-riðillinn: Síðasti dansinn hjá litla snillingnum
D-riðillinn: Á miðjunni liggur vandamálið
E-riðillinn: Þýska stálið gegn endurfæddum Xavi og Iniesta
Athugasemdir
banner
banner