Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   fös 24. maí 2024 16:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Kannski hefur það meiri áhrif en maður heldur"
Benoný Breki Andrésson.
Benoný Breki Andrésson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Benoný hefur ollið mér svolitlum vonbrigðum í ár," sagði Valur Gunnarsson í Innkastinu þar sem 7. umferðin í Bestu deildinni var gerð upp.

U21 landsliðsmaðurinn Benoný Breki Andrésson kom virkilega vel inn í lið KR í fyrra eftir að hafa spilað með unglingaliði Bologna árin á undan. Benoný raðaði inn mörkum og var hann mjög nálægt því að semja við Gautaborg í Svíþjóð í vetur en á síðustu stundu duttu þau félagaskipti upp fyrir sig.

Benoný fékk færi í sigri KR gegn FH á mánudag sem hann átti að nýta. Hann fékk sömuleiðis tvö frábær færi gegn HK í leiknum á undan en brást bogalistin. Í leiknum þar á undan klikkaði hann á vítapunktinum.

„Hann fékk dauðafæri sem hefði klárað þennan leik fyrir KR, var einn á móti markmanni með mikið pláss. Hann missti tök á boltanum, auðvitað var völlurinn eins og hann var, maður vill sjá hann klára þetta," sagði Valur og kom inn á að leikmenn hefðu tekið sér dágóðan tíma í byrjun leiks í að fóta sig á Kaplakrikavelli.

„Maður hugsaði eftir að hann skoraði í bikarnum (á móti Stjörnunni) að nú færi þetta að detta hjá honum," sagði Elvar Geir.

„Hann var að fara út en svo datt það upp fyrir sig, kannski hefur það meiri áhrif en maður heldur," velti Valur fyrir sér.

Benoný verður 19 ára í ágúst. Hann hefur aðeins glímt við meiðsli en þrátt fyrir það hefur hann skorað tvö mörk í deild og skoraði fjögur í bikarnum, þrennu gegn 4. deildarliði KÁ og eitt gegn Stjörnunni.
Innkastið - Aftur verður FH fyrir barðinu á dómaramistökum
Athugasemdir
banner
banner
banner