Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   fös 24. maí 2024 14:47
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Myndu banka á landsliðsdyrnar ef þeir væru með íslenskan ríkisborgararétt
Icelandair
Oliver Ekroth, varnarmaður Víkings.
Oliver Ekroth, varnarmaður Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Staðan er þannig að við eigum fullt af góðum miðjumönnum, svo margir góðir leikmenn. Það sem vantar eru fleiri varnarmenn, fleiri miðverðir og að það sé meiri samkeppni í þeirri stöðu," sagði Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, á fréttamannnafundi í dag.

Staðan er þannig að það vantar fleiri varnarmenn í íslenska landsliðið og það er ákveðinn hausverkur.

Því var velt upp í útvarpsþættinum Fótbolti.net í dag hvort að Oliver Ekroth og Gunnar Vatnhamar, varnarmenn Víkings, kæmust í íslenska landsliðið ef þeir væru með íslenskan ríkisborgararétt. Gunnar er færeyskur landsliðsmaður á meðan Oliver er frá Svíþjóð. Þeir hafa myndað ógnarsterkt miðvarðapar hjá Íslands- og bikarmeisturum Víkings.

„Ég var með pælingu út frá þessari miðvarðaumræðu. Við erum að horfa í deildina hér heima í Víkingsliðið og þar erum við með tvo frábæra miðverði þar í Gunnari Vatnhamar og Oliver Ekroth. Ef þessir gæjar væru með íslenskan ríkisborgararétt, væru þeir þá ekki í landsliðinu okkar?" spurði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson í þættinum.

„Þetta er mjög áhugaverð spurning," sagði Valur Gunnarsson.

„Þeir væru pottþétt í hópnum," sagði Elvar Geir Magnússon í þættinum. „Þeir myndu banka allavega."
Útvarpsþátturinn - Þarfir toppliðanna, svekktir eftir landsliðsvalið og enskt uppgjör
Athugasemdir
banner
banner
banner