Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   fös 24. maí 2024 19:08
Brynjar Ingi Erluson
Natasha ekki með landsliðinu vegna meiðsla
Natasha Moraa-Anasi Erlingsson
Natasha Moraa-Anasi Erlingsson
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Landsliðskonan Natasha Moraa-Anasi Erlingsson verður ekki með í landsliðsverkefninu gegn Austurríki vegna meiðsla en þetta herma heimildir Fótbolta.net.

Miðvörðurinn er á mála hjá Brann í Noregi en ekki átt fast sæti í byrjunarliðinu í byrjun leiktíðar.

Hún var kölluð inn í A-landsliðið fyrir leikina gegn Austurríki í undankeppni Evrópumótsins, en það er ljóst að hún getur ekki verið með í því verkefni.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er hún að glíma við meiðsli og þarf því að draga sig úr hópnum.

Natasha hefur verið óheppin með meiðsli frá því hún kom til Brann frá Breiðabliki. Hún meiddist illa í byrjun síðasta árs og snéri ekki aftur á völlinn fyrr en í október. Það gerði henni afar erfitt fyrir að brjóta sér leið inn í byrjunarlið Brann.

Síðustu helgi fékk hún loks tækifærið í byrjunarliðinu en þurfti að fara meidd af velli eftir sjö mínútur.

Hún á að baki 5 leiki fyrir Ísland og skorað eitt mark.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner