Arda Guler á óskalista Liverpool - Fulham hefur áhuga á Chalobah - Hættir Man Utd við Branthwaite? - Velur Real Madrid fram yfir stórlið á Englandi
Pétur um viðbrögðin eftir pistilinn: Það var góður panell á Víkingsvellinum
Tekur undir með Pétri - „Það geta allir tekið til sín“
„Þegar þetta tæki hittir boltann þá er eins og hleypt sé af skoti”
Gunnar Magnús: Hún veit það best sjálf að hún gat gert betur
Óli Kristjáns: Sáttur við seigluna
Alltaf langað að spila fyrir Þór/KA - „Sérstaklega gaman að skora fyrir félagið"
Kristján Guðmunds: Tökum ekki réttar ákvarðanir
J. Glenn: Í dag að spila á leikmönnum úr þriðja flokki
Bryndís Rut: Ekkert óvanar því að ferðast og erum ekkert að kvarta
Ísak segir sögurnar ekki réttar - „Fullsnemmt að pakka saman í töskur og fara heim"
Best í Mjólkurbikarnum: Fyrsta tímabilið í atvinnumennsku
Mætir uppeldisfélaginu í fyrsta sinn - „Líður fáránlega vel á Akureyri"
John Andrews: Okkar leikmenn gerðu félagið stolt
Nik um meiðsli Öglu Maríu: Hún liggur ekki nema það sé eitthvað alvarlegt
Haraldur Freyr: Mögulega á endanum heppnir að hann fari jafntefli
Sigurvin: Þurfti einhver töfrabrögð til að brjóta ísinn
Hemmi Hreiðars: Þetta var til fyrirmyndar
Úlfur: Leikmenn nafngreindir og þeir kallaðir aumingjar og annað
Bragi Karl: Náði því snemma í fyrra og næ því vonandi sem fyrst núna
Magnús Már: Eitthvað sem við eigum ekki að sjá á heimavelli
banner
   fös 24. maí 2024 21:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pétur útskýrir af hverju Valur vildi ekki fresta - „Það var ekkert flókið"
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Pétur Pétursson, þjálfari Vals.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Breiðablik fagnaði sigri í kvöld.
Breiðablik fagnaði sigri í kvöld.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Mér fannst við hafa algjöra yfirburði í fyrri hálfleik," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, svekktur eftir 2-1 tap gegn Breiðabliki í toppslagnum í Bestu deildinni í kvöld.

„Það var smá kafli - 10 til 15 mínútur í seinni hálfleik - þar sem við erum að gefa boltann frá okkur óþarfa mikið. Þær negla einfaldlega boltanum í gegn endalaust á tvo sentera. Það gekk upp hjá þeim einu sinni. Svo fáum við mark á okkur úr hornspyrnu og það er ekki líkt okkur að fá á okkur mark úr hornspyrnu."

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Valur

Valsliðið var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en þegar líða tók á seinni hálfleik þá voru Blikar sterkari og komu til baka.

„Mér finnst við eiga 60-70 prósent í þessum leik," sagði Pétur.

Hversu stórt er það fyrir tímabilið að tapa þessum leik?

„Það eru 20 leikir eftir og þetta skiptir engu máli. Við höfum tapað hérna áður."

Veðrið í kvöld var alls ekki gott til fótboltaiðkunnar en það er gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu. Breiðablik vildi fresta leiknum en Valur vildi það ekki. Það er landsleikjahlé framundan og nokkrir leikmenn Vals voru búin að gera önnur plön fyrir morgundaginn.

„Það var ekkert flókið. KSÍ stóð sig vel í þessu, ég vil taka það fram. Við erum spurð hvort við viljum fresta en við erum með þrjá leikmenn sem eru að fara erlendis á morgun, á Evrópuleikinn í handbolta og meira. Við gátum aldrei spilað þennan leik á laugardeginum. Við gátum frestað honum lengra en við gátum ekki spilað hann á morgun. Þetta er svo sem bara venjulegt rok og rigningarveður sem maður æfir í á hverjum degi allan veturinnn," sagði Pétur en væntanlega kom ekki til greina að fresta leiknum lengra inn í mótið því það myndi líklega riðla leikjaplaninu.

Pétur hefur trú á því að liðið muni jafna sig fljótt á þessu tapi. „Ég hef engar áhyggjur af því," sagði þjálfarinn.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner