Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   fös 24. maí 2024 13:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tók gott tímabil í 3. deild með sér upp í Bestu - „Gengur í öll störf"
Guðfinnur var maður leikins gegn Vestra í 6. umferð og lagði upp mark ÍA gegn Fram í 7. umferð.
Guðfinnur var maður leikins gegn Vestra í 6. umferð og lagði upp mark ÍA gegn Fram í 7. umferð.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sverrir um Hinrik: 'Finnst hann vera búinn að fara langa leið á stuttum tíma'
Sverrir um Hinrik: 'Finnst hann vera búinn að fara langa leið á stuttum tíma'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagamaðurinn Sverrir Mar Smárason var með í Innkastinu þar sem 7. umferðin í Bestu deildinni var gerð upp. Sverrir ræddi þar um tímabil ÍA til þessa en nýliðarnir hafa farið nokkuð vel af stað í mótinu.

Hann var spurður hvort að einhverjir leikmenn hefðu komið sér á óvart í byrjun tímabilsins.

Lestu um leikinn: Fram 1 -  1 ÍA

„Ég verð að viðurkenna að Hinrik Harðarson hefur komið mér á óvart, mér finnst hann vera kominn lengra en ég bjóst við þegar ég var að horfa á hann á undirbúningstímabilinu. Mér fannst hann mjög hrár og ekki alveg inni í tempóinu. Mér finnst hann vera búinn að fara langa leið á stuttum tíma," sagði Sverrir. Hinrik var keyptur til ÍA frá Þrótti R. eftir gott tímabil í Lengjudeildinni í fyrra.

Guðfinnur Þór Leósson er nafn sem ekki allir áhorfendur deildarinnar kannast við. Hann lék með Kára í fyrra og lék þar með Sverri.

„Guðfinnur Þór er örugglega búinn að koma mörgum á óvart með góðri frammistöðu, en sennilega síst mér, ég spilaði alla leikina með honum í Kára í fyrra. Ég horfði á hann taka leiðtogahlutverk þar og stíga upp þegar á þurfti að halda. Hann hefur tekið það með sér inn í þetta tímabil, upp um þrjú level (úr 3. deild í þá Bestu)."

„Það er ótrúlega gaman að sjá hvernig hann er að koma inn í þetta. Hann er næsti maður inn á miðjuna. Sama hvert hlutverkið er þá tekur hann það að sér. Á móti Vestra voru þeir Arnór (Smárason), Rúnar (Már Sigurjónsson) og Marko (Vardic) ekki með. Þá þurfti Guðfinnur að stýra spilinu og gerði það. Ef Arnór er á miðjunni með honum þá er Guðfinnur að tarfast, vinna bolta og djöflast, lætur Arnór um að hafa boltann. Guðfinnur gengur í öll störf og er búinn að vera frábær á þessu tímabili,"
sagði Sverrir.

Guðfinnur er 25 ára miðjumaður sem lék sinn fyrsta leik í efstu deild árið 2017 en lék svo ekki aftur í efstu deild fyrr en á þessu tímabili. Í millitíðinni lék hann með Kára, Víkingi Ólafsvík og Aftureldingu.
Innkastið - Aftur verður FH fyrir barðinu á dómaramistökum
Athugasemdir
banner