Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   fös 24. maí 2024 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Xavi rekinn frá Barcelona (Staðfest)
Xavi.
Xavi.
Mynd: EPA
Barcelona hefur gefið út yfirlýsingu þar sem er staðfest að félagið sé búið að reka Xavi úr starfi þjálfara liðsins.

Það á eftir að staðfesta það, en það er nokkuð ljóst að Hansi Flick, fyrrum stjóri Bayern München og þýska landsliðsins, mun taka við Katalóníustórveldinu.

Fyrr á tímabilinu var ákveðið að stjóraskipti yrðu hjá Börsungum en í síðasta mánuði var sagt frá því að Xavi hefði farið á fund með forseta félagsins, Joan Laporta, og niðurstaðan var sú að hann yrði áfram.

Nú er allt komið í hring því Laporta er búinn að láta Xavi fara eftir allt saman.

Xavi er goðsögn hjá Barcelona en tímabilið sem er að klárast hefur verið erfitt fyrir félagið. Börsungar eru sem stendur í öðru sæti spænsku úrvalsdeildarinnar.

Í yfirlýsingu Barcelona er Xavi þakkað fyrir störf sínum og honum óskað alls hins besta fyrir framtíðina.
Athugasemdir
banner
banner
banner