
Sam Hewson, spilandi aðstoðarþjálfari Þróttar, var hetja liðsins þegar liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Fram, toppliði Lengjudeildarinnar, í kvöld.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 - 2 Fram
„Þetta hefur verið sama sagan í síðustu leikjum. Við höfum verið inn í leiknum allar 90 mínúturnar. Við erum ekki að fá á okkur erfið mörk en við erum að spila góðan fótbolta," sagði Hewson eftir leik.
„Markvörðurinn okkar varði nokkrum sinnum vel en það hefði verið smá ósanngjarnt ef við hefðum ekkert fengið úr leiknum."
Um markið sitt sagði hann: „Ég sá markvörðinn til hliðar og hugsaði: 'Af hverju ekki?' Við þurftum á þessu að halda og ég skaut bara á markið. Sem betur fer endaði boltinn í markinu."
Þróttur er sjö stigum frá öruggu sæti. Er einhver von?
„Við þurfum að halda í trúna. Við þurfum að vinna okkar leiki. Ef við vinnum þrjá leiki, hver veit? Við þurfum að berjast til enda," sagði Hewson sem vill að liðið hætti að gefa ódýr mörk. Þá er von.
Athugasemdir