Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson er í ítarlegu viðtali við Aftonbladet þar sem hann segir frá því að reiðir stuðningsmenn Norrköping hafi sent fjölskyldu sinni hótanir.
Arnór er kominn aftur í sænska boltann, eftir erfiðan tíma hjá Blackburn, og skrifaði undir hjá Svíþjóðarmeisturum Malmö. Stuðningsmenn hans fyrrum félags, Norrköping, eru alls ekki sáttir við það.
Arnór segist sérstaklega hafa fengið mörg ljót skilaboð send strax eftir að hann samdi við Malmö en hefur þó ekki tilkynnt þau til lögreglunnar.
Arnór er kominn aftur í sænska boltann, eftir erfiðan tíma hjá Blackburn, og skrifaði undir hjá Svíþjóðarmeisturum Malmö. Stuðningsmenn hans fyrrum félags, Norrköping, eru alls ekki sáttir við það.
Arnór segist sérstaklega hafa fengið mörg ljót skilaboð send strax eftir að hann samdi við Malmö en hefur þó ekki tilkynnt þau til lögreglunnar.
„Þegar þetta snýr að fjölskyldunni þá er það of mikið. Mér er alveg sama hvað er skrifað um mig sjálfan. En þegar þeir blanda fjölskyldunni inn í hótanir þá er það of mikið. En ég hugsa aðallega „aumingja fólkið sem skrifar svona“. Þau sýna hvers konar manneskjur eru við skjáinn," segir Arnór í þýðingu Vísis sem fjallar um málið.
„Ég reyni að halda [fjölskyldunni] frá þessu. Mamma og pabbi myndu hugsa meira um þetta ef þau fengju að sjá skilaboðin. En sem fótboltamaður þá hlær maður bara að þessu."
Arnór var ekki í landsliðshópnum í leikjunum gegn Kósovó en hann er að koma sér í gang eftir meiðsli.
Athugasemdir