PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
   fös 28. júní 2024 10:39
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Tindastóll hefur kært olnbogaskotið í Krikanum
Breukelen Woodard.
Breukelen Woodard.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Tindastóll hefur kært olnbogaskot Breu­kelen Woodard, leikmanns FH í Bestu deild kvenna, til aganefndar KSÍ. Adam Smári Her­manns­son for­maður knatt­spyrnu­deildar Tinda­stóls staðfestir þetta við Vísi og segir um greinilegt viljaverk að ræða.

Bryn­dís Rut Haralds­dóttir fyrir­liði Tinda­stóls varð fyrir olnbogaskotinu en hún og Woodard voru í baráttu í teignum eftir hornspyrnu.

„Svona brot viljum við ekki sjá inn á vellinum. Það er eitt að skalla saman eða slæma hendi ó­vart í and­lit. Í þessu at­viki er boltinn í loftinu á leiðinni út af vellinum tölu­vert frá þessu at­viki," segir Adam Smári.

Þar sem dómarar leiksins sáu ekki olnbogaskotið þá getur aganefnd skoðað það og mögulega dæmt Woodard í bann eftir sjónvarpsupptöku.

Atvikið átti sér stað í stöðunni 2-0 fyrir FH en Hafnarfjarðarliðið vann leikinn á endanum 4-1.


Athugasemdir
banner
banner