Heimild: Vísir
Tindastóll hefur kært olnbogaskot Breukelen Woodard, leikmanns FH í Bestu deild kvenna, til aganefndar KSÍ. Adam Smári Hermannsson formaður knattspyrnudeildar Tindastóls staðfestir þetta við Vísi og segir um greinilegt viljaverk að ræða.
Bryndís Rut Haraldsdóttir fyrirliði Tindastóls varð fyrir olnbogaskotinu en hún og Woodard voru í baráttu í teignum eftir hornspyrnu.
Bryndís Rut Haraldsdóttir fyrirliði Tindastóls varð fyrir olnbogaskotinu en hún og Woodard voru í baráttu í teignum eftir hornspyrnu.
„Svona brot viljum við ekki sjá inn á vellinum. Það er eitt að skalla saman eða slæma hendi óvart í andlit. Í þessu atviki er boltinn í loftinu á leiðinni út af vellinum töluvert frá þessu atviki," segir Adam Smári.
Þar sem dómarar leiksins sáu ekki olnbogaskotið þá getur aganefnd skoðað það og mögulega dæmt Woodard í bann eftir sjónvarpsupptöku.
Atvikið átti sér stað í stöðunni 2-0 fyrir FH en Hafnarfjarðarliðið vann leikinn á endanum 4-1.
Þetta væri náttúrulega andskoti flottur olnbogi í UFC eða einhverju álíka en stórfurðuleg hegðun inni á fótboltavelli…@OrriRafn hvað finnst okkur um svona gegn Stólastelpum? Stöndum við landsbyggðarmenn ekki saman gegn ofbeldi í íþróttum? pic.twitter.com/1cLUsynEEN
— Hilmar Jökull (@HilmarJokull) June 27, 2024
Athugasemdir